! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

Í dag

sá ég fréttir af hinu og þessu. hetjulegt að lesa um hlauparann okkar í grikklandi. hvílík hetja. önnur hetja var ungi maðurinn sem er flogaveikur og kom fram í fréttum ásamt móður sinni. mikil hetja. mér fannst ekki mikið til þessa komið að horfa á fréttir í sjónvarpinu. enn og aftur finnst mér skrýtið hvað fólk sem hefur atvinnu af því að flytja fréttir gerir við tíma sinn. það á að flytja fréttir. það þarf ekki að búa þær til. hefur kristinn h. aldrei velt því fyrir sér af hverju hann er alltaf einn á báti. annars hef ég það bara ágætt.finnst öll þessi umræða um peninga hálf fáránleg. ég einn ber ábyrgð á mínum eigin gjörðum. hvernig í ósköpunum er hægt að segja að það sé banka, stjórnvöldum, jóni ásgeiri, eða davíð oddsyni um að kenna hvernig komið er fyrir almenning í landinu. ég bað um lánið og tók lánið. ég eyddi láninu.punktur. það er alveg sama við hvern maður ræðir. allir kenna einhverju um hvernig komið sé fyrir. ég veit ekki með ykkur en ég lít svo á að það sé mér einum að kenna um hvernig ég er staddur. það er hinsvegar fullt af fólki sem hefur haft áhrif á mínar ákvarðanir. sem betur fer hafa þær verið nokkuð góðar. ef ég held áfram á sömu braut þau er framtíðin björt -)


Bullukollar

við erum öll óttalegir bullukollar. nema ég. ég er rugludallur. sáralítill munur en samt soldill. pétur blöndal er flottur. finnst jón magnússon ekki alveg ballansaður. davíð er í essinu sínu í sinni vinnu. það rífur enginn kjaft við davíð. stulli æskuvinur minn vinnur í seðlabankanum. hann rífur kannski kjaft við davíð, ég veit það ekki :-). ég bað fjármögnunarfyrirtæki sem ég hef skipt við í 4 ár að lána mér fyrir tölvu server en fékk neitun. það hefur hægst á öllu og ætti ekki að koma á óvart. what goes up must come down. það eina sem er öruggt í þessu öllu er að þetta fer upp aftur. það er því eins gott að njóta þess að vera í lægðinni á meðan hún stendur. það er hægt að upplifa fullt af skemmtilegum hlutum sem hafa alltaf verið í kringum okkur en við bara ekki tekið eftir þeim á fleygiferð. þetta með enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. áfram ísland.

Mest megnis

það var allt að gerast í dag. kaupmáttur rýrnaði, hjá sumum ekki öllum. það var allt að verða vitlaust í dag. nema ég. það var allt í lagi í dag, að minnsta kosti þar sem ég var. gissur var frekar opinskár um sínar skoðanir í útvarpinu. það hlýtur að vera bannað. maður heyrir svo mikið í útvarpinu og les mikið á netinu. maður veit bara ekki hvað maður á að halda. þessi að græða, þessi að tapa, þessi segir að evran sé málið, hinn ekki. hvernig í ósköpunum á maður að geta myndað sér skoðun á nokkrum sköpuðum hlut. þetta er allt eitt stórt grín að mér finnst. og stend og horfi á aðgerðarlaus. ég fékk bréf frá ungri stúlku. hún var að þakka fyrir sig. við höfum verið að borga smáaura á hverjum mánuði til abc og finnst það gott og gaman. krakkarnir eru himinlifandi. skrýtið hvað þetta er auðvelt en að sama skapi eitthvað svo ópersónulegt þar til maður fær senda mynd. allt sem maður les yfir daginn og heyrir skiptir allt í einu engu máli. bara akkúrat engu. en svona er þetta. það kemur nýr dagur á morgun og hann mun að öllum líkindum vera öðruvísi en dagurinn í dag.

blog snillingur

ég hef ákveðið að gerast blog snillingur. það getur varla verið erfitt. smámál. ég hef lesið fullt af þessu dóti. ekkert spes. það vita allir allt best. ég telst til allra. kallar að skæla yfir einhverju sem fer í taugarnar á þeim. kellingar að skæla yfir einhverju sem fer í taugarnar á þeim. svo auðvitað allt þar á milli. ég ætla ekki að skæla yfir neinu. ég ætla ekki að gagnrýna neitt. ég ætla bara að bulla. af hverju lá vel á geir í kvöld? af hverju var steingrímur svona afslappaður og gat illa beitt sér. hitti sturla böðvars á biðstofu um daginn. helvíti næs kall. mér hefur alltaf fundist hann úti á túni, þangað til að ég hitti hann. skrýtið hvað það getur breytt miklu að hitta mannesku og eiga við hana stutt tal. eitthvað fannst mér konan hans loga bergmanns ólík sjálfri sér í kvöld í viðtali við geir. hún var ekki alveg með þetta. vilhjálmur virðist ekki skilja hvers er ætlast til af honum. en mér finnst gott að vita að hann er eins og við hin, alltaf að réttlæta eigin gjörðir. er einver sem heldur að fólk sem starfar í stjórnmálum sé öðruvísi en annað fólk, mér finnst það persónulega mjög ólíklegt. ég geri frekar ráð fyrir að það sé misjafnt eins og það er margt. eins og VIÐ hin. hafið þið tekið eftir því að þegar fréttir eru fluttar þá látum við alltaf eins og þær komi okkur á óvart. en samt erum við búinn að sjá alla fréttatíma fyrir löngu. þetta eru alltaf sömu fréttirnar í nýjum búningi. það er ekkert sem ekki hefur gerst áður í sögunni. sagan endurtekur sig alltaf. allt fer í hring. las gamla grein í dagblaði fyrir austan. fréttaritaranum fannst skrýtið að sjá svartan mann í bæjarfélaginu. þetta er langt síðan. allir sem ég þekki eru kynþáttahatarar. líka hinir kynþættirnir. pabbi lionel richie's sagði að "niggers come in all colors" hann er svartur.

Lygaralaupur

alltaf jafnskrýtið þetta með lygina. hvenær er verið að ljúga, hvenær er ekki verið að segja allan sannleikann, hvenær er verið að gæta hagsmuna, bla bla...
"þetta er alls ekki það sem ég sagði" eða "þetta var alls ekki það sem ég meinti með því sem ég sagði". eða þessi klassík "orð mín voru túlkuð...." það er alveg hreint frábært hvað lyginn getur tekið á sig margar skemmtilegar myndir. mér finnst hún hræðilega vond. skelfileg tilfinning. étur mann að innan og út og endar svo með því að ekkert stendur eftir nema hún. það er kallað að vera berskjaldaður. maður stendur fyrir framan myndavélina og hún lýgur aldrei. hún sér bara það sem fyrir henni er. það sem er í mynd er það sem við sjáum, punktur. ég hef logið um ævina og alltaf fengið það í hausinn. stundum hefur upp komist, stundum ekki. fyrir mörgum árum reyndi ég að gera upp syndir mínar og biðjast afsökunar á. síðan eru liðin mörg ár. ég er hættur að ljúga en hef reynt að hægræða sannleikanum stundum og það merkilega við það er að tilfinningin er sú sama og að ljúga. það er engin munur þar á. þess vegna er ég sannfærður um að það er ekki til neytt sem heitir 0-100% sannleikur. það er bara til sannleikur. allt annað er ósatt.

ímyndaðu þér :-)

ég var rétt í þessu að skrifa athugasemd við bloggfærslu. mér fannst það gott. bara ansi gott. reyndi að hafa það að leyðarljósi að dæma engan eða hans skoðun. hafa skoðun á umfjöllunarefninu út frá því hvernig ég upplifiði fréttina. punktur. að hafa ímyndunarafl er eitt af því sem gerir tilveruna skemmtilega, að vera til. ég má ímynda mér hvað sem er án þess að vera dæmdur af öðrum fyrir það :-). en um leið og ég opinbera þessa ímyndun þá er hún orðin sjáanlegur hluti af mér. en hvað um það. ég mun aldrei skilja lífið til fulls. ég mun í mesta lagi ná því að vera þáttakandi í deginum í dag, með framtíðarplön. ekkert meira en það. ég er að lesa bók sem heitir "beautiful boy". hún fjallar um ungan mann sem þjáist af áfengisfíkn. pabbi hans skrifar bókina. ég er nánast búinn með bókina. ég táraðist og fékk kökk í hálsinn í morgun við lesturinn. ég bara ímyndaði mér hvernig þeim feðgum líður. hvernig systkinum unga mannsins líður. bara mitt ímyndunarafl að verki. ég vona að framtíðarhorfur þeirra séu góðar. dagurinn í dag lofar góðu :-)


guð almáttugur

ég trúi engu fyrrr en ég sé það :-). trúmál eru einhver mesta vitleysa sem til er í heiminum. það virðist ekki vera hægt að ræða trúmál manna á milli án þess að allt fari í háaloft. þess vegna held ég að best væri að hver hefði sína trú fyrir sig. þyrfti ekki að svara fyrir hana eða sýna og sanna hana með iðkun á almannafæri. ekkert úr heimi andanna hefur gert tilraun til að búa hér með okkur svo hægt sé að sanna. bara framburður fárra sem geta ekki sannað mál sitt. hvað ætli sé langt þangað til að túarbrögð leggist af. kirkjur verði lagðar niður og öllum jarðbúum verði gert að snúa athygli sinni að málum sem snerta þá sem hér eru og búa?

fyrirsögn?

skrýtið hvað það er erfitt að láta allt flakka þegar maður skrifar bloggfærslu. er það óttinn við að segja eitthvað sem maður verður dæmdur fyrir að segja. óttast maður að fá á sig vörumerki. hver fjandinn er það sem gerir mann yfirborðskenndan málamiðlara. sífellt að laga orð sín (takið eftir að ég segi ekki skoðanir því þær eru annað en orð mín) að því hvað hentar hverju sinni. ég má ekki viðhafa svona orðbragð því að það eru börn í návist. má ekki segja svona því að það er kona í návist. svona get ég endalaust talið. ég fer reglulega inn á bloggsíður og les greinar og síðan athugasemdir fólks. dauðlangar að taka þátt en fæ mig ekki til þess. finnst fáránleikinn alltaf svo stutt undan að það taki því ekki að láta skoðun sína í ljós. hún telur ekki í stóru myndinni :-). veit það ekki. hraðinn á því sem fer um internetið er slíkur að maður hefur ekki lengur undan við að melta þetta allt saman. mánudagur forsíða mbl. maður nauðgar konu sinni og börnum í mörg mörg ár. þriðjudagur náttúruhamfarir í búrma, þúsundir drepast. sama dag er byrgismaðurinn dæmdur fyrir að misnota veikar sálir. svona heldur þetta áfram dag eftir dag og maður nær einhvern veginn ekki að tengja sig við þessar hörmungar. þær bara koma og fara eins og ekkert sé. horfði á "sicko" mynd m.m. um heilbrigðiskerfi bandaríkjanna. rotið system. já ég get einhvernveginn ekki sagt það nógu oft hversu skrýtinn þessi heimur er sem við búum í. hann er í mótsögn við sig sjálfan á hverjum degi sem líður. eitt veit ég þó og það er það að best er að vera ábyrgur í orði og verki gagnvart náunganum. það er ekki til betri tilfinning en sú sem fæðist þegar manni tekst vel upp í þeim efnum. það er vel hægt að koma fyrir sig orði án þess að drulla yfir eða særa annað fólk.

að selja það ekki dýrara en maður keypti það

ég var að uppgvöta heimskuna sem felst í því að gera það ekki. maður græðir þá ekki krónu. kannski er hagfræðilegur skilningur minn ekki upp á marga fiska ég veit það ekki. akkúrat núna er ég að byrja að ritskoða það sem ég ætla að segja svo ég ætla að ljúka við þessa færslu hér og nú :-).

Nýtt tímabil

ég er byrjaður aftur að skrifa færslur. ástæðan er einföld, ég get ekki annað. mér leiðist að skrifa ekki neitt. finnst ég vera orðinn of gamall til að ritskoða eigin hugsanir og koma þeim síðan aldrei á blað. hverjum er ekki sama hvað ég skrifa? af hverju ætti það að telja í umræðunni? hvaða áhrif gæti það svo sem haft þegar öllu er á botninn hvolft? mikið væri nú spennandi að sjá það gerast, þegar öllu er á botninn hvolft :-). skemmtileg hugmynd að sjónvarpsauglýsingu. þegar heimurinn ákvað að hvolfa öllu á botninn. kannski ekki. kannski væri það ekkert gaman þegar uppi er staðið :-). kannski er ekkert gaman þegar maður stendur uppi. ég veit það ekki. vikan er búinn að vera skemmtileg. ég skráði mig á námskeið í skapandi skrifum. þorvaldur þorsteinsson er leibeinirinn. skemmtilegur maður. það er gaman í vinnunni og lífið yfir höfuð :-), lífið yfir höfuð hvað er það. jæja hvað um það. ég er farinn að sofa. það er nóg af snillingum í heiminum. heimurinn þarf ekkert fleiri.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband