Færsluflokkur: Dægurmál
28.9.2008 | 00:26
Í dag
sá ég fréttir af hinu og þessu. hetjulegt að lesa um hlauparann okkar í grikklandi. hvílík hetja. önnur hetja var ungi maðurinn sem er flogaveikur og kom fram í fréttum ásamt móður sinni. mikil hetja. mér fannst ekki mikið til þessa komið að horfa á fréttir í sjónvarpinu. enn og aftur finnst mér skrýtið hvað fólk sem hefur atvinnu af því að flytja fréttir gerir við tíma sinn. það á að flytja fréttir. það þarf ekki að búa þær til. hefur kristinn h. aldrei velt því fyrir sér af hverju hann er alltaf einn á báti. annars hef ég það bara ágætt.finnst öll þessi umræða um peninga hálf fáránleg. ég einn ber ábyrgð á mínum eigin gjörðum. hvernig í ósköpunum er hægt að segja að það sé banka, stjórnvöldum, jóni ásgeiri, eða davíð oddsyni um að kenna hvernig komið er fyrir almenning í landinu. ég bað um lánið og tók lánið. ég eyddi láninu.punktur. það er alveg sama við hvern maður ræðir. allir kenna einhverju um hvernig komið sé fyrir. ég veit ekki með ykkur en ég lít svo á að það sé mér einum að kenna um hvernig ég er staddur. það er hinsvegar fullt af fólki sem hefur haft áhrif á mínar ákvarðanir. sem betur fer hafa þær verið nokkuð góðar. ef ég held áfram á sömu braut þau er framtíðin björt -)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2008 | 15:47
Bullukollar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 23:30
Mest megnis
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 21:39
blog snillingur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2008 | 17:42
Lygaralaupur
"þetta er alls ekki það sem ég sagði" eða "þetta var alls ekki það sem ég meinti með því sem ég sagði". eða þessi klassík "orð mín voru túlkuð...." það er alveg hreint frábært hvað lyginn getur tekið á sig margar skemmtilegar myndir. mér finnst hún hræðilega vond. skelfileg tilfinning. étur mann að innan og út og endar svo með því að ekkert stendur eftir nema hún. það er kallað að vera berskjaldaður. maður stendur fyrir framan myndavélina og hún lýgur aldrei. hún sér bara það sem fyrir henni er. það sem er í mynd er það sem við sjáum, punktur. ég hef logið um ævina og alltaf fengið það í hausinn. stundum hefur upp komist, stundum ekki. fyrir mörgum árum reyndi ég að gera upp syndir mínar og biðjast afsökunar á. síðan eru liðin mörg ár. ég er hættur að ljúga en hef reynt að hægræða sannleikanum stundum og það merkilega við það er að tilfinningin er sú sama og að ljúga. það er engin munur þar á. þess vegna er ég sannfærður um að það er ekki til neytt sem heitir 0-100% sannleikur. það er bara til sannleikur. allt annað er ósatt.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2008 | 13:55
ímyndaðu þér :-)
ég var rétt í þessu að skrifa athugasemd við bloggfærslu. mér fannst það gott. bara ansi gott. reyndi að hafa það að leyðarljósi að dæma engan eða hans skoðun. hafa skoðun á umfjöllunarefninu út frá því hvernig ég upplifiði fréttina. punktur. að hafa ímyndunarafl er eitt af því sem gerir tilveruna skemmtilega, að vera til. ég má ímynda mér hvað sem er án þess að vera dæmdur af öðrum fyrir það :-). en um leið og ég opinbera þessa ímyndun þá er hún orðin sjáanlegur hluti af mér. en hvað um það. ég mun aldrei skilja lífið til fulls. ég mun í mesta lagi ná því að vera þáttakandi í deginum í dag, með framtíðarplön. ekkert meira en það. ég er að lesa bók sem heitir "beautiful boy". hún fjallar um ungan mann sem þjáist af áfengisfíkn. pabbi hans skrifar bókina. ég er nánast búinn með bókina. ég táraðist og fékk kökk í hálsinn í morgun við lesturinn. ég bara ímyndaði mér hvernig þeim feðgum líður. hvernig systkinum unga mannsins líður. bara mitt ímyndunarafl að verki. ég vona að framtíðarhorfur þeirra séu góðar. dagurinn í dag lofar góðu :-)
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2008 | 21:05
guð almáttugur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2008 | 14:55
fyrirsögn?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.5.2008 | 23:08
að selja það ekki dýrara en maður keypti það
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2008 | 00:40
Nýtt tímabil
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)