! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

:-)

"Almennt séu menn sammála um að fjármálakerfi heimsins hafi orðið fyrir miklu áfalli að undanförnu."
kom það fram hverjir það voru sem ekki voru sammála þessu.
mbl.is Blikur og tækifæri rædd í Davos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

urmullinn

mér virðist það nánast ómögulegt að halda mér inni í málaefnalegri umræðu um dægur og samfélagsmál. maður er varla búinn að tjá skoðun sína þegar umræðuefnið tekur skyndilega á sig nýja mynd. allt sem maður sagði er nú bara bullið eitt og kemur málinu ekkert við. apakettir og bullukollar vaða uppi með skæting og skrum svo maður skilur hvorki upp né niður í neinu. kerling ein sem eitt sinn var borgarstjóri en hefði viljað vera borgarstýra að ég held mætir í sjónvarpið til að ræða um nýja verkefnið sitt. frumvarp til laga um að breyta heiti ráðherra og bla.bla...bla.....
að hugsa sér hrokann og frekjuna.... á meðan ég er að borða matinn minn hrópar yngsti meðlimur fjölskyldunnar "ég er búinn" og ég þarf að stökkva inn á klósett til að standa mína plikt þá þarf ég að hlusta á þessa vitsmunaræðu um hversu mikilvægt þetta mál sé. lítið veit ég en eitt veit ég og það er það að það er af nógu af taka í málum sem varða hagsmuni fólks almennt sem brýnt er að komist að á alþingi íslendinga. að áfengi verði selt í verslunum vítt og breytt er ekki eitt af þeim heldur. ég þarf að fletta upp þessu orði "urmull", flott orð.

jónas jónas

mér finnst nú jónas hallgrímsson ekkert flott listamannanafn. hefði nú frekar notað "jónas jónas". svo var hann nú bara eiginlega fyllibytta dauðans. held hann hafi drepist blindfullur í ruglinu. það er ekkert flott við það. blessuð sé minning þessa manns. hvað ætli miklum fjármunum hafi verið eitt í þennan dag tileinkaðan íslenskri tungu þar sem jónas var aðalnúmerið. je dúdda mía.

jesús minn eini...

hefur fólk ekkert betra að gera en að fárast yfir því sem VEL er gert? annars hélt ég að 3g væri tækni fyrir farsíma en ekki gsm sími? þannig að ég spyr hvað er 3g? svo hélt ég að jesú talaði hebresku eða eitthvað svoleiðis. þetta er nú ekki alveg að ganga upp. kommon. svona að lokum þá er ég nú nokkuð viss um að jesú væri í áskrift hjá vodafone því að hann hefði pottþétt byrjað hjá TAL á sínum tíma því að jesú hélt alltaf með þeim sem minna mega sín og svo var hann trygglyndur eins og allir vita og þess vegna væri hann hjá vodafone í dag. þannig að ef jesú hefði reynt að hringja í júdas þá hefði röddin sem svaraði sagt "í augnablikinu næst ekki í símann.....". þannig þegar öllu er á botninn hvolft þá hefði þetta 3g mál aldrei reddað þessu.

ráðfrúr og herrar

ekki myndi ég nenna að vera í fótbolta liði sem væri svona 50-50 til að hafa alla góða. svona til að allir fái að vera með. alveg frá því að ég man eftir mér þá kusu og kjósa menn alltaf það sem þeim finnst best. á það að vera eitthvað öðruvísi í pólitík? ég ætla að kjósa nonna í mitt lið af því að hann er svo lélelegur. bara svona svo að það sé jafnara í liðum :-).

Líklegar fréttir

legg til að alþingi setji lög um að banna líklegar fréttir.

Vegur og virðing

Hreinn Loftss og Björn Bjarna. Þekki hvorugan manninn. vafalítið gáfaðir báðir. sannfærður um að þeir séu báðir góðir inn við beinið. skrif þeirra að undanförnu hafa hvorki lyft þeim á hærra né lægra plan hjá mér. Jóhannes í Bónus. vafalítið gáfaður. fannst gaman að sjá auglýsingarnar frá honum. kannski var hann að misnota aðstöðu sína (að vera ríkur) því það er erfitt að svara þeim á opinberum vettfangi án þess að kosta miklu til. en ef svo er að fólk sem styður sjálfstæðisflokkinn strikar björn út vegna ummæla jóhannesar þá þekkir það ekki nægilega vel til hans og verka og það er miður. ég fyrir mitt leyti hefði aldrei strikað manninn út. ef auglýsingarnar hefðu farið fyrir hjartað á mér myndi ég hætta að kaupa matvöru í bónus. nei, nei, nei. finnst mér baugsmálið kjánlalegt? já. er það birni að kenna. nei :-). hafa skoðanaskipti með þeim hætti sem þessir menn beita virkað og gefið góða raun? er virkilega ekki til önnur leið?

Pínulítill kall

ekki fyrir löngu áttaði ég mig á því að ég er bara pínulítill kall. svo agnarsmár að það er vart tekið eftir mér. í þau fáu skipti sem einhver tekur eftir mér er þegar ég öskra eins hátt og ég get. þá er ég bara öskurapi. finnst það ekki flott. finnst ekki flott að vera api. finnst miklu flottara að vera pínulítill kall. pínulittlir kallar eru með stór tippi.

Google vs Scroogle

ég var að fá þessa ábendingu frá ameríku :-)

http://www.google-watch.org/umich.html

www.scroogle.org

heybabalúba


Væluskjóður

ég hef aldrei talið mig vera væluskjóðu þó ég sé óþarflega mikið tapsár :-). ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að kenna einhverju öðru um en manni sjálfum þegar maður tapar. ég skil hinsvegar þegar menn eru að atast út í dómara og aðra hluti í hita leiksins. kannski vegna þess að ég er einn af þeim :-). en þegar leik er lokið þá er honum lokið. og sá sem sigrar er sigurvegari. punktur. 1-0, 10-1 eða hvernig sem leikar fara þá er bara einn sigurvegari. í nýafstöðnum kosningum fékk sjálfstæðisflokkurinn flest greidd atkvæði. þar af leiðandi er hann sigurvegari kosninganna. punktur og basta. það er hinsvegar hægt að birta statistík yfir alla skapaða hluti en það getur bara verið einn sigurvegari. vildi óska þess að viti borið fólk og aðrir góðir menn hættu þessu bullu í fjölmiðlum. væluskjóður eru leiðinaskjóður og það finnst engum gaman af svoleiðis fólki. við eigum ekki að hleypa svoleiðis fólki að á opinberum vettfangi. út af með dómarann og inná með albert :-)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband