! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

hugleikur

er hálfviti. (um leið og þú ert búinn að lesa þetta þá hefur þú skoðun á mér þótt þú hafir ekki hugmynd um hver ég er) ef björk guðmundsdóttir myndi skrifa þetta á sína bloggsíðu þá myndir þú endurskoða þína skoðun á hugleik.

lifið heil-lengi


lay low

hljómar svo útlensk!

drullupyttur

held að þetta sé rétt skrifað hjá mér? við erum í drullupytti þessa dagana. við erum föst í sjálfsvorkunn og aumingjaskap. mér líður eins og ég verði að fara inn á hverja einustu frétt og leiðrétta misskilning. fara inn á öll heimsins blogg og leiðrétta fólk. en sem betur fer hef ég látið þetta ógert :-). ég veit ekki neitt um neitt. ég er gaurinn sem veit hvað er ekki málið en ég veit ekki hvað er málið :-). ég veit hverjir eru fífl og fávitar en ég veit svo sem ekki hverjir eru þess verðugir að koma í staðinn fyrir alla fávitana. arka niður í bæ og ríf kjaft. út af hverju? af því bara. þetta er nú bara svona. mér er hollast að halda mig heima fyrir með fjölskyldunni. rækta sambandið við fjölskylduna.

lifið heil-lengi!


fyrirgefning

er besta hefndin heyrði ég björgólf segja í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. mínir eigin brestir hafa alveg frá því að ég man eftir mér verið dauðasyndirnar 7. ég er viss um að svo er einnig um alla aðra menn. ég hef reynt að hafa þetta viðhorf að leiðarljósi sem ég heyrði björgólf segja. mér hættir ansi oft við að taka menn og konur af lífi í orði. fólk sem ég þekki ekki neitt. blanda mér í umræðu sem ég veit akkúrat ekkert um nema það sem ég heyri og les í fréttum. eins og t.d. í síðustu vikur þegar fréttir voru birtar um afkomu bakkavarar. m5 birti amk 6 mismunandi framsetningu á sömu upplýsingum sama daginn. það dæmi segir allt sem segja þarf um hversu misvísandi fréttir eru. svo væri hægt í löngu máli að draga upp fáránlega kómíska mynd af atburðum undanfarið og hvernig "sannleikurinn" er settur fram. hverjum þykir sinn fugl fagur stendur einhversstaðar :-). mikael torfa var í sjónvarpinu áðan og dró upp skemmtilega mynd um fyrirgefninguna. það hefur enginn komið fram opinberlega og beðist afsökunar á einu eða neinu og ég á ekki von á að svo verði. ég er staðráðinn í að ná fram hefndum. ég trúi því að það virki.

lifið heil-lengi


aumingja ég

vera fæddur á íslandi. sennilega það versta sem ég hef lent í. búinn að lenda í ótrúlegustu hlutum á þessum 40 árum. það ótrúlegasta er svo ótrúlegt að þið mynduð aldrei trúa því þó ég segði ykkur frá því svo ég ætla bara að sleppa því.sem betur fer get ég þó sagt frá því að ég er eins og þið flest ef ekki öll. það er ekkert spes við mig frekar en annað fólk. undanfarna daga og vikur hef ég komist að því hversu óvenju venjulegur ég er. það eru svo margir sem ég taldi að væru óvenjulega meiri menn og konur en við hin sem hafa opinberlega sýnt mér að svo er ekki. ég mun sofa betur í kvöld og líða betur á morgun. áfram ísland.

lifið heil, lengi.


Þráinn Bertelsson

ég hef alltaf borið virðingu fyrir manninum og geri enn. mér finnst hinsvegar skrýtið að sjá hann í forsvari fyrir mótmæli í dag á austurvelli gegn seðlabankastjóra. mér finnst það ekki til að byggja undir þá virðingu sem ég hef fyrir honum. en það er mín skoðun. að ætla að draga einn mann til ábyrgðar á þeim óförum sem nú ríða yfir er vægast sagt kjánalegt. við höfum öll drukkið ótæpilega úr glasinu og þá sérstaklega þeir sem voru í forsvari viðskiptalífsins. tökum ábyrgð á okkur sjálfum og breytum okkur sjálfum. það er löngu reynt að breyta öðrum en manni sjálfum.

lifið heil-lengi


Gissur

er topp kall. heyrði í honum í morgun. gissuri finnst að kauphöllin ætti að vera lokuð á meðan stormurinn gegnur yifir vegna þess að verðið á bréfum félagana sem skráð eru sé langt undir því sem "eðlilegt sé". ef svo væri þá hefði það verið jafn "eðlilegt" að loka markaðnum á meðan bréfin voru langt yfir því sem "eðlilegt var".

lifið heil, lengi.


lítill en ekki feitur ennþá

silfraði egill er eini grikkinn sem valgeir guðjóns þekkir. ég þekki 2, egil og 1 til sem heitir john gatsogiannis. þátturinn hans egils er jafn misjafnlega skemmtilegur og þeir eru margir. mér var kennt af breskri konu fyrir löngu að "there are no stupid questions, only stupid answers". þetta hljómar kannski ekki vel í eyrum sumra en það hefur alltaf gert það hjá mér. hversu oft er maður ekki spurður að því hvað maður ætli að gera ef þetta eða hitt kæmur upp á og maður svarar um hæl kokhraustur "slappaðu nú af það er ekkert að fara að gerast :-)". svo gerist hið ómögulega og maður stendur með lófana upp í loft og öskrar "hvað er eiginlega að gerast" "þetta á bara ekki að geta gerst". en það er nú bara einhvern veginn þannig að það getur allt gerst. við eigum orðatiltæki á íslensku sem segir "það getur allt gerst". við bjuggum meira að segja til nýtt sem segir "það er allt að gerast" og svo notum við líka "það er allt að verða vitlaust". en hugsiði ykkur að þrátt fyrir núverandi ástand að þá er ekki allt orðið vitlaust því það er ekki allt búið að gerast. og þó manni finnist kannski í augnablikinu "öll vitleysan eins" þá er hún það ekki. fólk er misjafnt eins og það er margt í útliti en að mestu nákvæmlega eins í hegðun. það eru örfáar undantekningar. ein þeirra er móðir teresa heitinn. d.lama kallinn eitthvað álíka og mandela. svo aldrei skulum við halda að fólkið sem á hug okkar allra þessa dagana sé á einhvern hátt frábrugðin okkur sjálfum nema þá kannski í útliti. silfur egill er stór og feitur miðað við mig. ég er lítill og mjór miðað við hann. egill á sína góðu daga og hann á líka sínu slæmu, eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. jón ásgeir er hvorki lítill og mjór ef hann er miðaður við okkur egil. hann er bara meðal jón.

lifið heil


þetta er búið

og þá byrjar eitthvað nýtt.


og í dag

það er nú meiri hamagangurinn þessa dagana. er loksins allt orðið vitlaust? búinn að heyra þetta svo oft að allt sé að verða vitlaust. hvernig sem það er þá er eitt alveg skýrt. "ÞAÐ ER ÖLL VITLEYSAN EINS". ég skrifaði færslu síðast þar sem ég var að velta fyrir mér hver gæti hugsanlega borið ábyrgð á því hvernig hlutirnir hafa þróast. ég er staðfastur í þeirri skoðun minni að ég beri ábyrgð á mínun ákvörðunum sjálfur. það kom mér enginn í þessa stöðu. ég kom mér í hana sjálfur. ég get lesið öll blog heimsins og horft á alla fréttatíma heimsins og guð má vita hvað. niðurstaðan er alltaf sú sama. ég get engu breytt um stöðu mála og get í mesta falli borið ábyrgð á eigin gjörðum. það að skrifa um hvað ég haldi um hitt og þetta hefur ekki þau áhrif sem ég sækist eftir. ég get eingöngu sannfært sjálfan mig um að taka ábyrgð á sjálfum mér. ég ræði daglega við minn eigin æðri mátt eins og ég skynja hann. hef ekki ennþá heyrt hann tala upphátt en ég á ekki heldur von á því að svo verði, það er í góðu lagi. ég vona að mátturinn sé með ykkur á þessum tímum og að þið komist öll í gegnum þetta standandi. áfram ísland.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband