! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

stutt yfirlit!

um það sem hefur gerst á síðustu misserum í mínu lífi. gula kortið frá tryggingastofnun rann út um síðustu mánaðarmót. ég er sem sagt ekki lengur endurhæfingalífeyrisþegi :-). þetta kort var nú hálfhallærislegt. vélritað og límt með plasti. passaði ekki einu sinni í veskið. sakna þess ekki neitt. svo fylgdi þessu ekki einu sinni króna Blush. alveg eins gott að vera ræfill án þess að vera með þetta kort. ég er ekki farinn að vinna enda vill enginn ráða ræfil í vinnu. ég hef dundað mér við að koma leikritinu djúpið á framfæri. það gengur bara ágætlega. mér finnst það gaman því mér finnst afrek guðlaugs vera það merkilegasta sem ég veit um. kennir manni að horfa á glasið og sjá það hálf fullt. kennir manni að meta það sem maður hefur en ekki það sem manni vantar eða langar í. ég verð aldrei eins og ég var. sem betur fer. það voru allir komnir með leið á gaurnum fyrir löngu. mér finnst líka gott að geta sagt að ég sé eins og nýr maður Crying. ég til dæmis bara að grína þegar ég skrifaði að ég væri ræfill. ég ætlaði að skrifa ræfilslegur. það er nefnilega stór munur á að vera ræfill og ræfilslegur. ég get alltaf gert mér upp eitthvað og þóst vera eitthvað allt annað. til dæmis að vera góður með mig.rígmontinn. það er ekkert mál. þetta er svona svipað og að vera fífl eða haga sér eins og fífl. stjórnmálamenn eiga það til að haga sér eins og fílf. fæstir þeirra eru fífl þó margir hverjir séu hirðfífl en það er allt annar hlutur. nú svo eru það fréttir dagsins. þær eru frábær lesning og sjaldan ef nokkurntímann áður hafa blaðamenn haft úr jafn miklu efni að moða. ég sá fyrirlestur á ted.com um hversu mikið af fréttum dagsins verði í raun enn fréttir eftir 100 ár LoL. einmitt. eitt veit ég og það er að uppátæki liðs stjörnunar í garðabæ þar sem strákarnir setja á svið látbragðsleik eftir að þeir skora mark verður ritað í söguna og mynnst um aldur og ævi Grin. úr einu í annað, hitt sem mér datt í hug var hm í fótbolta í suður afríku. á meðan skrilljónir manna deyja úr þorsta þá sprauta menn milljónum lítra af vatni yfir vellina svo menn eins og rooney og aðrir hans líkar geti hagað sér eins og fífl og fávitar Wizard. húrra fyrir því.

lifið heil, lengi!


Æ jæ...

eitthvað svo afvegaleiddur. fór í bíó áðan og sá inception. hún var skemmtileg en mér fannst hún ekki stórkostleg. svo er það magma. steingrímur bar fyrir sig annríki og þess vegna hefði magma málið farið alla leið án þess að menn gerðu viðeigandi athugasemdir. akkúrat steingrímur. var eitthvað álíka mál í gangi þegar þú samþykktir æseif samninginn :-). mér finnst allt vera komið á hvolf. maður veit nánast ekki hvað er raunverulegt. síðan er það hann sigurður kári. það vantar í hann smá æðruleysi og umburðarlyndi. það á að beina byssum að málefnum og gjörðum, ekki fólki. ÞAÐ Á ALDREI AÐ BEINA BYSSUM AÐ FÓLKI, ALDREI! hvernig væri nú að menn og konur tækju höndum saman og kölluðu eftir kosningum. að þessir menn og konur komi hreint fram og segi mér hver þau eru og hvað þau hafa gert? ef allir gerðu það þá gæti ég ákveðið hvurn ég kýs til að fara með mín mál. þetta eru jú bara mín mál. ekki segja "halt þú bara kjafti og vertu ekki að skipta þér af". ef einhver kallar mig tussu flottan þá er það í lagi. að taka og birta það fyrir fólki sem tók ekki þátt í samtalinu er auðvitað út í hött. það er fáránlegt. látum þetta dautt liggja og snúum okkur að því sem skiptir máli. hver ætlar að sýna þann þroska sem við eigum að hafa og fara fremstur. fyrst og fremst að einblína á verkefnin. skiljum eitthvað eftir okkur sem nýtist þeim sem á eftir koma. við förum ekki með jack shit í gröfina. nothing, nada, zip, zero!

lifið heil, lengi!


Ólíkindatól!

skemmtilegt orð. lítið notað. margt skemmtilegt sem er lítið notað. að hitta fólk er mjög skemmtilegt. að hjálpa fólki er líka mjög skemmtilegt. að hjálpa fólki án þess að nokkur lifandi maður viti af því er fullkomið "skemmtilegt" enda rosalega lítið notað Wink. ég er ótrúlega heppinn að eiga fólk að sem hefur hjálpað mér í gegnum lífið. ég hef hingað til talið mig vita í öllum tilfellum hvaðan hjálpin hefur borist en undanfarið hefur mér borist hjálp sem ég hef ekki hugmynd um hvaðan kom eða frá hverjum. tilfinningin að vita ekki hvaðan hjálpin kemur er fullkominn. þess vegna ætla ég að leggja það á mig að hjálpa einhverjum og segja aldrei frá því vegna þess að ég er viss um að sú tilfinning er jafn "fullkominn".

lifið heil, lengi!


tíminn flýgur!

vikan búinn! er engu nær um tilgang lífsins. maður er bara alltaf að "drepa" tímann. það er undarlegt hvernig hann virðist "drepast" mishratt þó. en það er nú bara þannig. búinn að lesa fullt af greinum um guð og hvort hann sé til. niðurstaða mín er sú að hann er til og hann er ekki til. hann er til fyrir þá sem því trúa og ekki til fyrir þá sem trúa því ekki! vá, þvílík viska. af hverju menn og konur vilja sannfæra aðra um að sín skoðun á þessu málefni sé rétt veit ég ekki. ég mun aldrei reyna að sannfæra aðra manneskju um fylgja minni skoðun á því hvort hann sé til eður ei. ég hef hana bara fyrir mig. mér leiðist yfir höfuð að sannfæra aðra um að mín skoðun sé alltaf rétt. hef kynnst mörgum  manni og konum á lífsleiðinni sem gera þetta mjög vel. ég er að reyna að tileinka mér þetta viðhorf og vonandi verð ég einvhern tímann góður í því. það er jú æfingin sem skapar meistarann.

lifið heil, lengi!


ég nenni ekki

að skrifa í kvöld. var að stroka út bull um ekki neitt. ætla bara að fara að sofa.

hvurslags guð?

það er nú ekki eins og maður vælandi um greiða alla daga. biður um smá hjálp sem ætti ekki að vera mikið mál að afgreiða. en nei, hann gat ekki orðið við þessari ósk minni. ég er massafúll!

eina mögulega ástæðan fyrir því að maður geti sætt sig við úrslitin er að í fyrsta skipti í sögunni þá tapar betra liðið Wink.

lifið heil, lengi!


elsku besti guð!

bara í þetta eina skipti þá verð ég að biðja þig um að skipta þér af. þú verður að halda með argentínu á eftir. þú hefur ekkert þurft að skipta þér af þessu móti nema í leik, þjóðverja og enskra en það er nú svo augljóst á hverju þú byggðir þá ákvörðun svo við vorum öll fljót að jafna okkur á því.

ég veit ekki hvort hann les þetta blog en ég vona það svo sannarlega. þessi keppni er og verður ekki neitt neitt nema að argentína vinni. annars er ég bara rólegur yfir þessu!

lifið heil, lengi!


landsfundur?

get nú ekki sagt að mér hafi fundist mikið til vestmannaeyja koma :-). pollamótið var frábær skemmtun og og við höfðum það fínt. fórum á dýrasafnið og jón hákon var í miklu stuði að leika sér við krabba og kræklinga. eymundson búðin nýja er frábær. en bærinn var samt sem áður algerlega sofandi. láta allir sig hverfa á meðan mótinu stendur? ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að vestmanneyjingar séu stolt hörkutól en ég fann ekki fyrir þeirri tilfinningu núna. en kannki er þetta ekki marktækt á meðan þessu móti stendur? mótið kom nú líka í veg fyrir að ég kæmist á landsfund sjálfstæðismanna í reykjavík. var með plön um að láta til mín taka með upphrópi og athugasemdum sem hefðu fallið misvel í farveginn. held að fundurinn standi í þökk við mig að hafa ekki komið :-). bjarni fær að bóna hjá mér bílinn í staðinn. við stjörnumenn fengum lánað hús sjálfstæðismanna í eyjum og grilluðum góðan mat á laugardagskvöldið. þessi ferð var í alla staði frábær og vonandi tekst eyjamönnum að gera umgjörðina skemmtilegri í framtíðinni því að þetta er viðburður sem alls ekki má missa sig. við horfðum saman á þys-eng áður en báturinn fór af stað og það fór eins og mig grunaði :-). við feðgar náðum síðan seinni hálfleik á ruv+ þegar við komun heim. snilldarleikur og okkur hlakkar mikið til viðureignar þys-arg sem án efa verður dramatísk!

lifið heil, lengi!


vestmannaeyjar!

við feðgar komum til eyja í dag með herjólfi. pollamótið hefst í fyrramálið. siglingin gekk vel, sléttur sjór og sólskin. búnir að koma okkur fyrir í skólanum og allir komnir í pokana sína en ekki sofnaðir :-). lið fimm á að spila á morgun kl. 1140 á móti ka frá akureyri. það var stutt æfing í dag. stjörnumennn gegn aftureldingu á gamla malarvellinum. að honum loknum varð jón hákon einn eftir í miðjum hópi aftureldingar. ég horfði á í fjarska þar sem nokkrir drengjana veittust að jóni sem tók hraustlega á móti en mátti sín lítils gegn ofureflinu. ég ákvað að skerast í leikinn og gefa góð ráð Police. sem betur fer varð þetta ekki katastroffa. við fórum síðan að borða saman og eins og alltaf voru strákarnir til fyrirmyndar. nú er bara að safna kröftum og spila til að vinna á morgun.

lifið heil, lengi!


hugleiðing dagsins!

var að klára að lesa hannes hólmstein, hermann n1 og "púkann". las reyndar einnig "heitar umræður" en man ekki höfunda. skemmtilegar lesningar. þó sér í lagi greinar fyrst nefnda og annars :-). púka blog var líkt og önnur blog þar sem fólk getur skrifað sínar eigin athugasemdir, bull og blaður. að lestri loknum veit maður varla á hverju umræðan hófst :-). og því miður eru nánast öll blog á vefnum lík púkabloginu sem hér er vitnað í. er ekki að gagnrýna blog færsluna heldur formið sem leyfir athugasemdir. á sama tíma þá finnst mér synd að geta ekki lesið athugasemdir við blog eins og greinarnar tvær eftir hh og n1. þær eru skemmtilegar og vel skrifaðar. önnur um ekki neitt en hin um mál sem snerta alla þá sem hafa tekið lán á íslandi. ekki verða þeir kallaðir "lánsamir" :-). ég veit ekkert hvar ég stend í þessu lánamáli skoðanalega séð. apa bara eftir orðum skáldsins sem sagði að allir hlutir hafi tilhneygingu til að enda einhvern veginn, einhvern tímann. það hafa allir hlutir verið sagðir og ritaðir og ég hef enga vissu fyrir því hver á orðin svo ég set þetta ekki í gæsalappir. en hvað um það, aftur að blog málum. kemur til greina að setja á laggirnar blog lögreglu? hún gætir þess að menn séu ekki að bulla og blaðra út í loftið. svolítið eins og þegar sagt er, hættu þessu helvítis bulli drengur og komdu þér að efninu. það er skemmtilegur fyrirlestur á ted.com um fréttir. hvaða fréttir í dag verða ennþá fréttir eftir hundrað ár :-). þær eru ekki margar. mér finnst við eyða allt of miklum tíma í bull og blaður sem er ekki til neins gagns því það fær nánast engan til að hlæja. ef við ætlum að bulla og blaðra þá þarf að vera hægt að hlæja að því. eins og grein hh. um ekki neitt. bara kall í sjálfsvorkunn að skæla. en skrifað að mér finnst á skemmtilegan hátt. hún fyndin. jæja hvað um það. mér finnst gaman að lesa. ég hef aldrei verið mikið gefinn fyrir að lesa. les aldrei leiðbeiningar. les aldrei viðvörunarskilti. les ekki einu sinni hugsanir. en þetta hefur breyst. ég las til dæmis í dag í fyrsta skipti á ævinni kassa strimil :-). það var góð lesning. á örugglega eftir að lesa fleiri strimla á næstu misserum. pottþétt.

lifið heil, lengi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband