Færsluflokkur: Dægurmál
4.6.2011 | 02:53
andvaka
það kemur víst fyrir að það truflist hjá manni svefninn. ég fór á fyrirlestur um svefn í vikunni. mjög skemmtilegur og fræðandi. eitt af því sem fram kom var hversu mikilvægt það er að halda reglunni og að rúmið sé staður til sofa í. sjónvarpsgláp uppi í rúmi er ekki talið gott og ef maður á erfitt með svefn yfir nóttina þá er mikilvægt að fara fram úr en ekki liggja áfram. og það er nú einmitt ástæða þess að ég sit hér með tölvuna í fanginu og skrifa þetta. klukkan er að langt genginn í 3 eftir miðnætti og ég get ekki sofið. ég laggði frekar mikið á mig í dag og sofnaði ekki neitt fyrr en í kvöld. reglan hjá mér eftir áfallið hefur verið að sofna yfir daginn örstutt. ég hef reynt að berjast við að halda mér vakandi en það hefur einfaldlega ekki gengið nægilega vel. ég vona að þetta fari að breytast og að ég nái að halda mér vakandi allan daginn þó svo að það kosti að sofna í fyrra fallinu. fyrst um sinn þá raskast nætursvefninn eitthvað en kemst svo í samt lag.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2011 | 00:41
dagurinn í dag
var ekki neitt sérstaklega góður. ég komst ekki fram úr og svaf allan daginn. það var enginn heima til að vorkenna mér. ég veit ekki hvað veldur þessari svakalegu þreytu en grunar að það sé álag. vandamálið er að ég á ekki auðvelt með að skynja álagið. finnst ég ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut. óttalegt dútl. en mér ber að skilja að áfallið sem ég varð fyrir er raunverulegt. hætta að gera lítið úr því. svaðilfarir mínar í veraldlega heiminum rifu verulega í og skildu eftir sig ótal vandamál sem ég er að reyna að leysa úr. en þetta á eftir að taka tíma og ég verð að sýna þolinmæði.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2011 | 00:00
Réttlæti
ég googlaði orðið og fékk óteljandi niðurstöður. engu er ég nær um hvað réttlæti er eftir stutta lesningu á nokkrum þeirra. kannski er ég bara siðblindur og forðast að horfa í augu við raunveruleikann. skil ekki mun á réttlæti og óréttlæti. ef svo er þá er illa fyrir mér komið. þá er ég óhæfur til að lifa í sátt og samlyndi við fólk. það er mín staðföst trú að hræsni sé það versta í fari okkar allra. ég stend sjálfan mig að því aftur og aftur að dæma aðra fyrir að gera hluti sem ég sjálfur geri. svo reyni ég að blekkja sjálfan mig sem er ekki hægt. það er ekki hægt að blekkja sjálfan sig. mér væri fyrir bestu að leggja mig fram um að leiðrétta sjálfan mig og hætta að að fást um hvað aðrir gera. "en af hverju má hann...."
tökum ábyrgð á okkur sjálfum
lfið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2011 | 14:57
betrumbættir
veit ekki með þetta orð.
fallegur dagur fyrir utan gluggann hjá mér. er heima í volæði að jafna mig í hálsinum.
ég held að það sé útséð með það að við mannfólkið lærum af reynslunni. ég taldi mér trú um að þetta yrði ekki neitt, neitt þrátt fyrir viðvaranir hannesar læknis sem hefur framkvæmt hálskirtlaaðgerðir í 30 ár :-). svo las ég að mp banki ætlar að starfa sem viðskiptabanki og fjárfestingabanki. er ekki búið að fullreyna það?
maður þekkir mann og þannig verður það alltaf. undirstaða viðskipta er tengslanet (networking). fyrsta hugsun sem kemur upp þegar manni vantar eitthvað eða þarf að láta gera eitthvað fyrir sig er hvort maður þekki einhvern beint eða einhvern sem þekkir einhvern :-). ég er að safna saman slíkum atvikum og ætla að setja þau á blað.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2011 | 19:50
hálskirtlar
ég var handviss um að aðgerðin yrði auðveld en eftirleikurinn mun erfiðari. ég gerði hinsvegar of lítið úr eftirleiknum. þetta er verulega sárt en sem betur fer þá sér fyrir endann á því.
tíðindalaus vika sem endra nær í okkar litla samfélagi. þó höldum við upptekknum hætti og rífum stólpa kjaft. jón gnarr út af einhverju skipi eða skipstjóra. ólafur ragnar fann sig knúinn til að sleppa hrokanum lausum og láta í sér heyra útaf icesave. skýrsla skrifuð af evrópusasambandinu lak í fjölmiðla og í henni kemur einmitt fram hversu kurteis við séum sé þjóð. æi já, myndi okkur ekki farnast betur ef við færum fram líkt og guðni jóhannesson lagði til í sjónvparpinu um daginn. það er hægt að vera metnaðarfullur og gera vel þótt maður stefni ekki að því að verða bestur í heimi. við þurfum ekki að vera best í heimi, við þurfum að vera með.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2011 | 00:32
litli kjaftfori kallinn
alltaf rífandi kjaft hvar sem við komum. kunnum okkur ekki í margmenni vegna þess að við erum almennt séð ókurteis og hrokafull. ég hef hagað mér sjálfur á þennan hátt nánast alla mína ævi en reynt af öllum mætti í seinni tíð að snúa blaðinu við. eitt af því sem ég taldi augljóst var að samþykkja icesave samninginn. ég er viss um að þetta á ekki eftir að fá þann enda sem meirihluti þjóðarinnar virðist halda að verði. kostnaðurinn við að draga þetta á langinn verður gríðarlegur og sú vinna sem opinberir starfsmenn leggja þessu til verður gríðarlegur. mér finnst sárt að horfa upp á okkur sjálf gera aftur sömu mistökin og í góðærinu að hlusta ekki á vel gefin ráð og fara að með gát en ekki glannaskap.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2011 | 21:48
Samþykktu æseif
ég vonast til að geta sett upp tölulegar staðreyndir varðandi æseif áður en kosning fer fram. en mig langar að segja ykkur frá atburði sem henti mig sem ungan mann. mér var vikið úr vinnu fyrir verknað sem var talinn óviðunandi af vinnuveitenda. ekki voru allir sammála um það og ákvörðun tekinn um að leyta réttar míns í stöðunni. ég átti ekki peninga til að borga fyrir málsóknina. til að gera langa sögu stutta þá tapaðist málið í héraði. þetta voru mikil vonbrigði þar sem talið var að málið væri nánast sjálfunnið. stuttu síðar hringdi í mig maður að nafni ragnar hall hdl.
ragnar spurði mig hvort hann mætti áfrýja málinu til hæstaréttar. þetta yrði mér að kostanaðarlausu þótt hæstiréttur myndi staðfesta úrskurð héraðsdóms. hæstiréttur kvað upp dóm mér í hag og ég fékk uppreisn æru.
fyrir 2 árum var mér stefnt vegna kaupa á landspildu. ég þurfti að ráða mér lögfræðing til að verjast. það kostaði mig 260 þúsund auk tímans sem fór í að gefa skýrslur í málinu. málinu var vísað frá en ég sat uppi með kostnaðinn. sanngjarnt?
þessi reynsla kenndi mér eitt. lífið er ekki alltaf sanngjarnt þó svo að lög séu til sem eigi að vernda fólki frá ósanngirni. ég hef áður líst þeirri skoðun að "ég borga heldur ekki skuldir óreiðumanna" en ég held samt að ég verði að gera það þó svo mér fynnist það ósanngjarnt. ég veit fyrir víst að það er enginn lögmaður tilbúinn til þess að taka að sér að verja ísland í dómsmáli sem nú þegar er farið af stað, hvað þá einhverju sem kann að fara af stað, og taka á sig kostnaðinn og málsbætur ef málið tapast. sá tími, hugsanlegur álitshnekkur og efnahagslegur skaði sem GETUR hlotist af slíku máli er meiri að ég tel heldur en það sem við borgum með núverandi samkomulagi. þess vegna vil ég samþykkja og halda áfram. ef ragnar hall hdl. hinsvegar hringir í mig og býðst til að reka málið og borga brúsann ef illa fer þá er ég game.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.2.2011 | 00:35
Töflufundur fyrir þjóðaratkvæðisgreiðslu!
mig vantar nokkrar staðreyndir til að setja þetta á töflu.
1)höfuðstóll skuldar í krónum.
a) ef einungis er greitt fyrir 20.000 evrur per reikning
b) ef greitt er fyrir heildar upphæð breta og hollendinga
2) höfuðstóll skuldar í núverandi samningsdrögum
a) upphæð vaxta miðað við núverandi samning
þetta ætti að nægja í bili tll að draga upp fyrstu myndina.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 21:06
nákvæmlega
Mun staðfesta skipulagið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2011 | 21:02
slakaðu á
Umhverfisráðherra segi af sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)