29.8.2010 | 00:07
Face...
book! ég spæsti stórum staf í fyrirsögnina. sumt fólk skilur mann ekki. skilur ekki hvað maður segir. skilur ekki hvað maður meinar. skilur ekki humorinn manns. meira ruglið. ég man t.d. þegar ég hitti jón gnarr fyrst í kjallaranum í iðnó. mér fannst hann hrokafullur töffari :-). en svo bara er hann það ekki. ég margtók sturlu böðvars af lífi í orði án þess að hafa nokkurn tíman hitt manninn. svo hitti ég hann einn góðann veðurdag á skurðstofu. hinn viðkunnalegasti maður sem sýndi af sér kærleik af fyrra bragði, algerlega óumbeðinn :-). enn sem komið er, er ég enn ekki búinn að koma mér fyrir á facebook. geri kannski aldrei. finnst það ekki skynsamlegt. held að það sé ekki góð samskyptaleið fyrir fólk almennt. tel meira að segja blog síður ekki til þess gerðar að bæta samskitpi fólks. þau geta hinsvegar verið skemmtileg en fara því miður oftast norður og niður, hallt þú bara kjafti eða þannig. mér finnst gaman að tjá mig og ef einhver hefur gaman af því að lesa þá er það enn skemmtilegra. hef ekki mikinn áhuga á að skiptast á skoðunum um það sem ég skrifa. ekki hafa þetta of alvarlegt. viðhorf mitt er það eina í öllum heiminum sem getur breyst. ekki einu sinni veðrið breytist. bara mitt viðhorf gagnvart veðrinu. jón gnarr breytist ekki neitt. mitt viðhorf gagnvart honum breyttist hinsvegar sem betur fer :-)
lifið heil, lengi!
Athugasemdir
Já, maður á það til að vera stundum of fljótur á sér að dæma fólk, án þess að þekkja það... en með árunum læri maður að fara varlega í hlutina og dæma á sínum eigin forsendum... fólk getur verið ágætt þó það líti ekki þannig út !
Hinsvegar lærir maður líka með árunum að vera varkár í samskiptum og treysta ekki hverjum sem er.
Brattur, 29.8.2010 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.