29.7.2010 | 00:06
Æ jæ...
eitthvað svo afvegaleiddur. fór í bíó áðan og sá inception. hún var skemmtileg en mér fannst hún ekki stórkostleg. svo er það magma. steingrímur bar fyrir sig annríki og þess vegna hefði magma málið farið alla leið án þess að menn gerðu viðeigandi athugasemdir. akkúrat steingrímur. var eitthvað álíka mál í gangi þegar þú samþykktir æseif samninginn :-). mér finnst allt vera komið á hvolf. maður veit nánast ekki hvað er raunverulegt. síðan er það hann sigurður kári. það vantar í hann smá æðruleysi og umburðarlyndi. það á að beina byssum að málefnum og gjörðum, ekki fólki. ÞAÐ Á ALDREI AÐ BEINA BYSSUM AÐ FÓLKI, ALDREI! hvernig væri nú að menn og konur tækju höndum saman og kölluðu eftir kosningum. að þessir menn og konur komi hreint fram og segi mér hver þau eru og hvað þau hafa gert? ef allir gerðu það þá gæti ég ákveðið hvurn ég kýs til að fara með mín mál. þetta eru jú bara mín mál. ekki segja "halt þú bara kjafti og vertu ekki að skipta þér af". ef einhver kallar mig tussu flottan þá er það í lagi. að taka og birta það fyrir fólki sem tók ekki þátt í samtalinu er auðvitað út í hött. það er fáránlegt. látum þetta dautt liggja og snúum okkur að því sem skiptir máli. hver ætlar að sýna þann þroska sem við eigum að hafa og fara fremstur. fyrst og fremst að einblína á verkefnin. skiljum eitthvað eftir okkur sem nýtist þeim sem á eftir koma. við förum ekki með jack shit í gröfina. nothing, nada, zip, zero!
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.