! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

kæri jón!

mér hefur aldrei fundist þú neitt sérstaklega fyndinn. skil ekki obbann af þínu gríni. held að það sé af því að þú ert svo vitlaus og þeir sem hlæja að þínum húmor eru líka bara algerir vitleysingar. til dæmis þá hefur þú nú aldrei verið gestaleikari í spaugstofunni. ég horfi alltaf á spaugstofuna. og svo finnst mér nú ekkert merkilegt að vera með grínþætti á stöð 2 í lokaðri dagskrá. ég þekki meira að segja fullt af fólki sem þekkir þig og þeir segja að þú sért bara montrass. þú sért svolítið eins og kallinn í lottóinu sem ég man ekki hvað heitir. þetta er nú bara það sem mér finnst.

lifið heil, lengi!


heimur versnandi fer!

það logar allt í deilum og þrasi um alla skapaða hluti. hvar sem maður stingur niður er verið að rífast, taka menn og konur af lífi í orði. það sleppur nánast ekki nokkur maður. en sem betur fer þá gerast hlutir sem fá athygli okkar. árás ísraelsmanna á saklaust fólk vakti athygli og hafa vakið viðbrögð um allan heim. ef þetta er ekki slitið úr samhengi þá er þetta dropinn sem fyllti mælinn. vonandi verður þessi atburður til þess að örlítið skref verði tekið í átt til lausnar á hernumi ísraelsmanna. hver veit. en það sem ég vildi vekja athygli á er að mín fyrstu viðbrögð voru á þá leið að okkar vandamál hérna heima væru meira umhugsunarefni Police. alger sjálfumgleði og hroki. við erum að væla og skæla yfir tittlingaskít miðað við það sem margar aðrar þjóðir hafa og eru að ganga í gegnum. nær að taka þátt og reyna að rétta hjálparhönd þar sem við getum. líst reyndar illa á að punga út money fyrir sendinefnd til ísraels. en kannski hjálpar það eitthvað. hef ekki hugmynd. en mér finnst okkar viðbrögð sýna að okkur er sama og við séum til í að standa á bak við palestínumenn og þeirra baráttu!

lifið heil, lengi!


Hjartastopp!

málefni líðandi stundar eru gott efni í hjartastopp Shocking. ég sem ætlaði að taka það rólega og jafna mig á veikindum. ég fór reyndar á frábæran fund í gærkvöldi. síðan var frábært á grensás í morgun. hitti sigurð vin minn meðal annarra. stórkostlegur manni með hjartað á góðum stað og húmor. ég er heppnastur af öllum að hafa komist svona létt í gegnum þetta. ég hef engu yfir að kvarta. svo á ég vini sem eru meira virði en frábær fótbolta maður sem kostar billjónir Wink. en þó svo ég mætti selja þá myndi ég ekki vilja skipta á aurum og vinum. krakkarnir eru ómótstæðilegir og standa sig eins og hetjur í skólanum. thelma ferðast áfram í lífinu eins og pabbi sinn, á fleygiferð Smile. en hún er skynsamari en pabbi sinn. það fær hún frá mömmu sinni Kissing. ég er farinn að sofa.

lifið heil, lengi!


http://www2.xd.is/?action=skodanir_sjalfstaedismanna&id=78031

þessi grein er góð lesning!

lifið heil, lengi!


"they fuck you at the drive through"

þessi setning er svo rétt og sönn í hvert skipti sem maður fer ekki eftir góðum ráðum. alltaf að taka ljósrit og fá kvittun fyrir því sem þú skilar í hendur annarra eða kaupir í umbúðum Wink. hann faðir minn fór með skjal frá sýslumanni til tryggingastofnunar fyrir rúmum mánuði síðan og skilaði í móttökuna. það hefur ekkert spurst til skjalsins síðan. og þar sem ég er ekki með kvittun eða ljósrit þá þarf ég að byrja upp á nýtt. alveg hrikalega skemmtilegt og gefandi.

lifið heil, lengi!


pólitískir ráðgjafar !

ég er hættur og farinn heim. jón gnarr ætlar að setjast niður með pólitískum ráðgjöfum sínum. jón hvaða rugl er í gangi. getur maður ekki treyst þér fyrir þessu Bandit.

lifið heil, lengi! 


-n

:-)

gjáinn?

hvar í andskotanum er þessi gjá á milli fólks sem situr á alþingi og fólks sem situr heima og fer til vinnu. þetta er sama fólkið. hvurslags helvítis vitleysa er þetta? 63 manneskjur. ég þekki 2 vel og hef aldrei séð neitt skrýtið eða óvenjulegt við þessa menn. enn og aftur sannast það að við fólkið, þessi 300 þúsund og þar með taldir 63 sem koma frá annarri plánetu að því er virðist getum haft áhrif á niðurstöður kosninga með því að taka þátt. ÞAÐ ERUM VIÐ SEM KJÓSUM OG ENGINN ANNAR. ó, ég biðst afsökunar bætum við c.a. 200 kvikindum sem sitja í sveitarstjórnum. sama fólkið með sömu vandamálin og ég. ég er að hlusta á silvur egils á meðan ég skrifa þetta. sé hann ekki, heyri bara í honum. ef ég ætti að lýsa honum þá væri það svona. feitur kall með liðað hár. er það ljótt? í mínum huga er hann ekkert annað nice gaur sem vinnur í sjónvarpi. en að hlusta á fólkið í fjölmiðlum sem eru í pólitík tala eins og sultukrukkur út í bláinn er algerlega óþolandi með öllu. "ég hef trú á pólitík sem jákvæðu afli í samfélaginu". HVURN DJÖFULINN ÞÝÐIR ÞETTA? hvernig á ég að taka þann sem þetta segir alvarlega? hvernig í andskotanum kemur maður því inn í hausinn á 263 manneskjum sem eru valinn af okkur öllum (þeim sjálfum líka) að þau eru að fara með peningana okkar? er þetta eitthvað flókið. er ekki fallegt að nota svona blótsyrði í skrifum? er það áhrifaríkara?

lifið heil, lengi!


laugardagsnótt 29.05.2010

það er gott að horfa á jón gnarr sitja fyrir svörum í kvöld. segja helst ekki neitt. er það slæmt að vilja átta sig og svara seinna? er ekki eðlilegt að maðurinn fái að sofa á þessu? hinir sem töpuðu ættu að sjá sóma sinn í því að viðurkenna tap. taka því eins og sönnum keppnismönnum sæmir. fer ekki undan í flæmingi og kenni dómaranum um eða áhorfendum. þetta var bara orrusta í stríðinu sem heldur áfram. ég safna liði og kem sterkur til baka.

lifið heil, lengi!


föstudagur 28.05.2010

furðuleg vika. ákaflega ringlaður af umræðum og persónulegum vandamálum í bland. persónulegu vandamálin svo sem ekkert frábrugðin því sem flestir eru að takast á við. umræðan er nækvmnlega sú sama fyrir mig og alla aðra. en það skrýtna er að hún var ekki furðuleg fyrir alla. ég upplifði hana bara furðulega Woundering

jón hákon fór í ferðalag með skólanum á miðvikudag. hann var mjög spenntur áður en haldið var af stað. pakkaði niður og gerði allt klárt kvöldið áður. var með lista yfir það sem átti að taka með og merkti við. ég fæ ferðasöguna í fyrramálið. thelma er í prófum og hefur gengið vel. hún kláraði grunnpróf í fiðluleik í vikunni og stóð sig vel. hún er fyrsti fjölskyldumeðlimurinn til að klára slíkt Wink. það stefnir í að til verði stórsveit innan fjölskyldunnar. ok kannski ekki stórsveit en trío amk ef ég fer og læri á hljóðfæri Cool. sjáum til. kannski magga læri að syngja og þá getum við orðið fyrsta 4 manna fjölskydan til að stofna hljómsveit LoL.

ég eyddi deginum með fyrrum starfsfólki Ó!. Ó! sameinaðist VERT markaðsstofu um síðustu mánaðarmót. dagurinn fór í að spjalla saman og fara yfir þætti sem eru mikilvægir í uppbyggingu á nýju félagi sem ætlar sér að gera vel! ég er sannfærður um að nýtt félag á eftir að blómstra og festa sig í sessi sem augljós valkostur fyrir öll fyrirtæki í landinu Bandit. líka bófa og ræningja.

það er gengið til kosninga um helgina og mun ég kjósa til að koma minni skoðun áleiðis. er ég sáttur við störf núverandi stjórnar eða ekki. mér finnst mikilvægt að skila inn atkvæði. skila auðu til að sýna að ég sé ósáttur nú eða að merkja við lista sem mér hugnast. ég er búinn að gera upp minn hug í því og mun merkja við x-d

lifið heil, lengi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband