Færsluflokkur: Dægurmál
20.6.2010 | 23:14
Brunná!
þá er ég loksins búinn að veiða á stöng. við jón hákon fórum norður í land í boði bróður míns og köstuðum fyrir fisk í brunná. áin rennur til sjávar norðan við ásbyrgi. þarna er mjög fallegt umhverfi og gaman að vera. fórum í ásbyrgi að kvöldi til og skoðuðum tjörnina og dýralífið. annars vorum við dugleg að veiða og krakkarnir voru þar fremstir í flokki. þau veiddu aðallega fiðrildi og flugur en við gummi og jakobína fiska . það eru margir fallegir staðir í ánni og auðvelt að sjá fiskinn. ég var að kasta í fyrsta skipti og þau voru ófá skiptin sem ég festi fluguna í peysunni . gummi gaf mér góð ráð og kastar nokkuð vel að mér virðist. ég mun nýta mér þessi ráð í framtíðinni og vonandi tekst mér að ná tökum á þessari list. jón hákon stóð sig eins og hetja og hann er greinilega gæddur hæfileikum til að nema það sem honum er kennt því hann gat hent út slysalaust á 3ja degi. þetta var virkilega gaman og vonandi fáum við feðgar tækifæri til að gera þetta aftur í framtíðinni.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 23:55
æðruleysi!
er eitthvað sem allir ættu að leytast við að finna. það er ekkert jafngott fyrir sálina. að þurfa ekki að kasta skít í allar áttir þegar maður er pirraður er frábær upplifun. maður kemst fyrr út úr ógöngum og skaðinn er minni fyrir vikið. það er minni kúkalykt af manni sem stjórnast af æðruleysi, punktur. þetta segir maður sem er bara 170 cm og oft verið sakaður um að það sé kúkalykt af hárinu hans því hann sé svo lítill. en það er auðvitað bara misskilningur, kúkalyktin fylgir hrokanum .
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2010 | 16:40
maradona
þvílík unun að horfa á argentíska liðið. sjá gleðina í andlitum manna sem vita ekki aura sinna tal. samheldni og virðing gagnvart liðinu öllu. "TEAMWORK"! samvinna er það sem okkur sem okkur íslendinga vantar. það var útlendingur sem svaraði spurningu á þennan hátt þegar hann var spurður hvað honum fyndist um íslendinga. "the problem with icelanders is that there are no indians, only chiefs!. þetta er því miður satt. við kunnum ekki að taka þátt og vera hluti af hópnum. það lið sem sigrar á hm verður liðið sem stendur saman í gegnum hvað sem á gengur. argentína er það lið. við íslendingar ættum að fylgjast vel með og tileinka okkur þetta hugarfar(það er farið að örla á þessu innan handboltaliðsins og ekki lætur árangurinn á sér standa).
þrátt fyrir alla sína bresti og breyskleika þá skilur maradona mikilvægi þess að vera samheldinn hópur.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.6.2010 | 22:56
Jákvæðni!
öll umræða í dag er ótrúlega neikvæð. það kemur ekki stakt orð upp úr nokkrum manni nema væl og volæði. ég er einn af þessum öllum. ég á hinsvegar 2 ónefnda vini sem aldrei láta úr úr sér eitt einasta neikvætt orð. maður fær aldrei að skæla eða væla þegar maður heyrir í þeim. við erum öll mjög heppin að það séu til menn og konur sem sjá alltaf björtu hliðarnar í lífinu. þetta fólk eru hetjurnar sem halda í okkur hinum lífinu. ég get ímyndað mér að það sé hrikalega erfitt fyrir þúsundir manna í dag að ná endum saman. og við ættum öll að hafa það hugfast þegar við förum út í daginn að okkar framkoma í garð annara er það eina sem við getum haft einhverja stjórn á. förum varlega í kringum hvort annað. hættum að rífa kjaft.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 22:21
31
fór að sækja stuttan fh-ing á æfingu í dag. beið við völlinn þegar við komum að sækja hann. um leið og hann settist upp í bílinn spurði ég hann hvort hann hefði skorað? já sagði hann, 31! ég vona að heimir viti af honum
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.6.2010 | 00:53
tindabykkjubúkollublaðrari!
gott nafn á talandi menn og konur. endalaus orðaflaumur um alla skapaða hluti. ekki með nokkru móti hægt að ná að mynda sér skoðun á einu eða neinu sem sagt er. maður er varla búinn að meðtaka meðalið þegar ný gusa hellist yfir mann og maður drukknar í glundrinu. það er ekki nokkur leið að halda hausnum upp úr og ná andanum. þvílíkur djöfulgangur að það hálfa væri nóg. en þetta orð er auðvitað bara bull og ætti miklu frekar að vera mannorðsmorðingi . ég þorði bara ekki að nota það í fyrirsögn. taldi mig fá meiri athygli með því. fólk hikar ekki við að skjóta á allt og alla án þess að hafa hugmynd um hverjir verða fyrir kúlnahríðinni. bara skjóta til að klára skotin. og það versta af öllu er að ég er þessi mannorðsmorðingi .
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2010 | 00:15
mánudagur 07.06.2010
góður mánudagur . endalaust þvaður og bull í fjölmiðlum líkt og fyrri daginn. vildi að ég gæti bullað mig út úr mínum málum líkt og embættismenn gera. kannski maður taki bara upp gömlu leiðina, að missa bara algerlega stjórn á skapi sínu og eða öskra og æpa á alla í kringum sig ? ég spyr. hvað þarf að gerast til að fólk vakni til lífsins. "what do you do to make your dreams come true?" "wake up!"
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2010 | 01:04
lýðræði!
nú þegar kosningarnar eru að baki þá velti ég ýmsu fyrir mér. skv. tölum sem ég fékk á netinu þá eru 228.000 íslendingar á kjörskrá. í síðustu alþingiskosningum var 85% þátttaka. í sveitarstjórnarkosningum 2010 var kjörsókn heldur lakari. ég hef hvergi fundið opinberar tölur en ég giska á að hún hafi verið innan við 80%. í hafnarfirði varf 65% þátttaka. 17.832 á kjörskrá. 11.589 greiddu atkvæði. sigurvegari með 4.053 er samfylkingin. það er 22% atkvæða miðað við kjörskrá. öllu hinu fólkinu stóð til boða að kjósa. 1.448 kusu vg. samtals hlutu samfylking og vg 5.501 atkvæði. það er 31% miðað við kjörskrá. staðreynd málsins er sú að hægt er að mynda meirihluta í hafnarfirði þrátt fyrir að sá meirihluti hafi einungis 31% atkæða af þeim sem gátu kosið. við "almenningur" gátum öll farið að kjósa. ef við ætlum að halda því fram að lýðræðið hafi ekki náð fram að ganga í þessum kosningum þá erum við hreinlega vitlaus. hvergi var reynt að koma í veg fyrir að fólk gæti kosið.fjölmiðlar eiga að því sem ég kemst næst að flytja almenningi upplýsingar um staðreyndir og stöðu mála. ég sjálfur er sjálfstæðis maður. veit hinsvegar hver er sigurvegari í hafnafirði en án þess að horfa á fjölmiðla . að fara og ekki kjósa segir ekki nokkurn skapaðan hlut. ef ég kýs og skila auðu þá er ég að lýsa því yfir að enginn sé í framboði sem ég treysti til að fara með stjórn. lýðræðið er virkt þegar við nýtum okkur réttinn til að kjósa. í fjölmiðlum eru birtar greinar sem fjalla um hvað fólkið vill. greinar sem segja að traust fólks á stjórnmálum og stjórnmálamönnum sé brostið. gott og vel. þetta eru ágætis greinar, ekki spurning. að fólkið vilji ný og önnur vinnubrögð en tíðkast hafa. til að koma þessum vilja og skoðunum fólksins áleiðis til þeirra sem eru í framboði þarf að kjósa.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2010 | 23:44
hm 2010
það styttist óðum í að keppnin hefjist. við feðgarnir bíðum spenntir. styðjum báðir argentínu. ég hóf að halda með argentínu 11 ára gamall og þá í fyrsta skipti að sjá frá keppninni. mario kempes var aðalmaðurinn. seinna kom maradona. jón hákon er að horfa í sitt fyrsta skipti. nú er aðalmaðurinn messi. jón sér ekki sólina fyrir honum. hann er besti framliggjandi leikmaður í heimi þessa dagana. en teves er ekki langt undan. ofsalega duglegur og skemmtilegur leikmaður finnst mér. liðið er skipað frábærum leikmönnum. maradona var hinsvegar mjög lengi að púsla þessu saman og fékk mikla gagnrýni fyrir. kom ekki á óvart þar sem árangurinn lét á sér standa í undankeppninni. en þrátt fyrir hringlanda háttinn þá tókst honum að koma liðinu í úrslitakeppnina. og það er ég viss um að þeir fara alla leið. ég tel að það séu nægilega duglegir og kappsfullir einstaklingar sem skila liðinu alla leið. þeir tapa ekki "leiknum" sem messi er lélegur. þeir gera jafntefli. þannig verður það!
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2010 | 01:41
mínir hagsmunir!
reglur í flugi um hvenær sé óhætt að fljúga ef aska mælist í háloftunum hafa hingað til aldrei þótt strangar. það hefur aldrei svo ég muni verið rætt um hluti tengda öskufalli í háloftunum áður líkt og nú. fyrstu dagana eftir að aska fór að trufla flugsamgöngur þá lögðust menn á bæn og báru sig mannalega. gríðarlegt tjón og vonandi lognast gosið út af sem fyrst og fer að sofa. dagarnir liðu og gosið sofnaði ekki. nú fóru að heyrast raddir sem sögðu að þessar reglur væru of strangar og full ástæða til að endurskoða þær og það strax. hverjir skildu eiga þessar raddir. jú, fólkið sem á mestra hagsmuna að gæta. nú er akkúrat rétti tíminn til að slaka á kröfum vegna þess að ÉG er að tapa peningum (richard branson). hversu fíflalegt er þetta .
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)