20.3.2009 | 22:12
nýjustu fréttir
í fréttum er þetta helst. ómar ragnarsson er grínari. ómar byrjaði ungur að grína og hefur verið iðinn við kolann alla sína hundstíð. hann er enn að og ef eitthvað er þá hefur hann sjaldan verið betri. ég óska ómari alls hins besta um ókomna tíð.
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 21:27
xd
ég veit hreint ekki hvað segja skal. hvernig er hægt að vilja ekki koma þessu stjórnlagaþingi á? hvaða röksemdarfærsla er fyrir því að það sé of dýrt. hvað er dýrt. hvurslags fífla röksemd er þetta. ég ætla að vona að menn sjái að sér og leyfi þessu hjartans máli þeirra sem á það ýta að leyfa þeim það. og það er fleira. það verður gaman að skoða þetta ár þegar það er liðið. við kvörtum og kveinum yfir því að hagsmunatengsl hafi grasserað á meðan einkavæðing fór fram og á meðan hún lifði. nú þegar allt virðist vera á leið í ríkiseigu aftur þá fyrst byrjar nú gamanið :-). sverrir hermannsson my ass :-). hverju sem líður þá held ég að við ættum að brosa aðeins meira og hafa gaman að þessu. til þess var leikurinn gerður. ekki satt?
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.2.2009 | 17:02
mannauðurinn?
hvað varð um allan mannauðinn? ráðning seðlabankastjóra er bara fyndinn :-). og enn fyndnari ef enginn mótmælir sem telur sig eiga það frekar skilið að fá stöðuna. ég myndi að minnsta kosti gera allt vitlaust ef ég væri kona :-). já já, það má segja að hún verði auglýst síðar bla bla bla...
annars væri gaman að skoða ættir þessa manns. ætli hann eigi frænku langt aftur í ættir sem heitir jóhanna :-) ?
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 22:40
Kjánahrollur
ekki laust við að það færi um hann kjánahrollur þegar ég sá gylfa í sjónvarpinu í gær. maður sem átti svo auðvelt með að tjá sig um hvað ætti að gera í efnahagsmálum þjóðarinnar þegar hann sat í dómarasætinu heima í stofu. en nú þegar hann er kominn út á völl þá sest hann á rassinn og heldur um löppina og vill láta hjúkra sér og þegar það dugar ekki þá dúndrar hann boltanum upp í stúku til að kaupa tíma :-). meiri vitleysan.
lifið heil-lengi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.2.2009 | 00:51
Grátbroslegt
þegar samfylkingin ákvað að ekki væri hægt að vinna áfram með sjálfstæðisflokknum þá hlýtur hún að hafa spurt sig hvað myndi ávinnast, mun eitthvað tapast sem nú þegar hefur áunnist og hvað mun ekki ávinnast. sú ringulreið sem ríkti í dag er ekki til þess fallinn að auka traust og trúverðugleika. ef það var algjör ringulreið líkt of menn vilja meina þá er öruggt mál að ekki mun það ávinnast í ringuleiðinn sem er framundan. ekki að aðgerðir fyrrverandi ríkisstjórnar hafi beint verið til þess fallnar að skapa traust og trúverðugleika en ég held að okkar óþolinmæði hafi meira með þá staðreynd að gera. óþolinmæði er það eina sem stóð í veginum fyrir því að traust og sátt næði að taka á sig einvherja mynd. staðreyndin er að þetta tekur allt tíma. það kom svo skýrt fram í máli jóhönnu í kastljósi að hún er að gera allt sem hún getur og við verðum að sýna henni þolinmæði.
sá fjöldi fólks sem safnaðist saman til að mótmæla ríksisstjórninni enduspeglar bara þann fjölda, sjálfan sig. hann endurspeglar ekki þjóðina. ef það voru 20 þúsund manns þá er það ekki nema 10% ef kjósendur eru 200 þúsund (þeir voru 226 þúsund síðast). hitt hefði verið eðlilegra að sitjandi ríkisstjórn hefði boðað til kosninga líkt og gert var og haldið áfram að feta sig áfram, því eins og sagt er "þetta kemur með kalda vatninu og við eigun nóg af því. það verða fleiri óskynsamlegar ákvarðanir teknar í æðibunuganginum sem á eftir að ríkja næstu 10 vikurnar heldur en hefðu verið teknar af sitjandi ríkisstjórn. og fátt verður gert sem ekki stóð til að gera. en það hlýtur að koma eitthvað gott út úr þessu líkt og öllu sem á undan er gengið. það kemur jú alltaf eitthvað gott út úr öllu. hefur alltaf og mun alltaf gera.
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2009 | 23:36
Dómgreind að láni
mér hefur reynst vel að fá lánaða dómgreind á göngu minni undanfarinn ár. mín eigin var ekki upp á marga fiska og einkenndist af því að ég fengi mínum vilja framgengt í einu og öllu. það hefur sem betur fer þokast í rétta átt hvað þetta varðar og eigingirni mín hefur minnkað. en ég á langt í land og þarf stöðugt að leggja mig fram. best hefur mér reynst að leyta til æðri máttar í þessum efnum en ég hef líka leitað til fjölskyldunnar og vina. ég það er eitthvað sem ég reyni að hafa stjórn á sjálfur þá er það hversu oft ég reyni að stjórna sjálfur.
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2009 | 01:08
fólkið í landinu?
er bjarni ben ekki fólkið í landinu? er ingibjörg sólrún ekki fólkið í landinu. er lögreglumaðurinn sem endaði uppi á spítala ekki fólkið í landinu. allt þetta fólk á börn og býr í húsi eins og við. pissaði og kúkaði á sig sem börn og gekk í skóla eins og við hin. þetta fólk meira að segja tilheyrir heimilum landsins líka. alveg hreint órtúlegt. og eins og við vitum þá finnur þetta fólk líka til og er ekkert frábrugðið okkur hinum. dna keðja þessa fólks er ekkert frábrugðin okkar. ekki neitt. vonandi rennur sá dagur upp að umburðarlyndi verði kennt í skólum þó án þess að nokkur einkunn verði gefinn. það er nefnilega ekki hægt að meta það til einkunnar. það þarf hver og einn einfaldlega að upplifa tilfinninguna til að öðlast hana. allt sem hefur gerst að undanförnu í þjóðfélaginu dregur upp ákaflega skýra mynd af fáránleikanum. hugur manns hendist fram og aftur upp og niður. ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. aldrei fundið fyrir því áður að mér myndi eflaust takast betur að ráða fram úr vandræðum þjóðarinnar en þeir sem nú standa í brúnni. en sú hugsun er vart búinn að fæðast þegar hún steindrepst :-). þetta kemur mér alltaf til að hugsa hversu flókið það hlýtur að vera að standa í brúnni og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á heila þjóð. 300 þúsund indíanahöfðingjar og engir indíánar.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 11:51
upphaf
mikið er gott að vera til :-). veit reyndar ekki hvernig það er að vera ekki til svo ég get ekki borið það saman. mér hefur aldrei liðið "að vera ekki til". mér hefur aldrei heldur liðið eins og einhverjum öðrum. það væri skrýtið. það væri bara hundleiðinlegt. líða eins og einvherjum öðrum :-(. sem betur fer er ég ánægður með að vera ég. ef ég væri óánægður með það þá væri ég í skítamálum ennþá. ég var nefnilega ótrúlega ósanngjarn í eigin garð sem ungur maður. kröfurnar á sjálfan mig voru svo miklar að það var engan veginn hægt að standa undir þeim. nú brosi ég bara að þessu og hef gaman af lífinu. ég hef gaman af því vegna þess að ég get ekki annað. ég hef ekki hugmynd um hvort eitthvað taki við af tilverunni hér á jörð. líkurnar eru 50 50, mér í hag :-)
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 22:31
Farðu ekki að grenja!
meira hvað fólk getur látið. skælandi og vælandi yfir nánast engu. er ég að missa af einhverju? það hefur allt hækkað nema ég. lán, vörur, vextir en ég er enn 170 cm. ég veit ekki hvað ég er ekki búinn að reyna að gera til að fá þessu breytt í gegnum árin en það hefur aldrei tekist. ég er stubbur og verð alltaf stubbur. ég er að fylgjast með ungum dreng sem er að berjast fyrir lífi sínu þessa dagana. hann er 12 ára gamall og dvelur á spítala í svíþjóð. allar mínar tilraunir til að vorkenna sjálfum mér verða að engu þegar ég hugsa til hans og ber mínar raunir við hans. ég gef lítið fyrir mótmæli, hróp og köll á almannafæri af fólki sem kom sér í vandræði sjálft. það lenti ekki í þessu. það er vægast sagt hlægilegt að fylgjast með umræðum og fólki á almannafæri. uppfullt af gremju og reiði. ofbeldi er ekki lausnin á neinu vandamáli. það ávinnst ekki neitt með því. að læra að njóta þess sem maður hefur er frábær leið til að öðlast hamingju. ekki fara að grenja af öfund yfir því hvað aðrir eiga.
lifið heil-lengi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 23:41
Þvílík heppni!
ég kalla mig lánsaman að hafa nóg fyrir stafni á daginn til að forðast fréttirnar á netinu. þvílíkt samansafn af bulli og þvaðri um ekkert sem skiptir máli. þetta eru bara allt spekúleringar um eitthvað sem einhver sagði að hannn eða hún hefði öruggar heimildir fyrir. vinsamlega bendið mér á eina grein sem fjallar um staðreyndir en ekki vangaveltur. sama fólkið, lítill hópur, ákaflega lítill hópur manna og kvenna koma fram á hverjum degi og segja sína skoðun án þess að hafa í raun neitt fram að færa. sama tuggan daginn út og inn. þetta er auðvitað bara fyndinn farsi. vonandi gerist eitthvað skemmtilegt fyrir okkur til að fylla fréttatíma á næstunni.
lifið heil-lengi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)