22.3.2010 | 01:05
sunnudagur 21.03.2010
ný vika að byrjuð. síðastliðin vika var ágæt en endaði frekar súr fyrir mig og mína líðan. alltaf jafn erfitt að fá endalausar ráðleggingar þegar manni líður ekki vel. það virðast allir sem ég þekki hafa fengið blóðtappa. vita allt um þetta. ég þarf að vera jákvæður og bjartsýnn til að takast á við verkefnið og sjálfan mig. ekki láta vel meintar ráðleggingar fara fyrir brjóstið á mér
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2010 | 00:16
sunnudagur 15.03.2010
meiri skítadagurinn
búinn að vera lélegur alla helgina. spurning hvar sé lína á milli líkamlegrar og andlegrar líðan? ég fór á aa fund í morgun og það hjálpaði mikið. fór ekki á fund hjá heilaheill í sjálfsbjargarhúsinu eftir hádegi eins og ég hafði ætlað. fór að horfa á jón hákon spila fótbolta. við magga fórum saman
það verður strembinn dagur á morgun. fer klukkan tíu á grensás og verð frameftir degi. hlakka til að takast á við það. það tekur á og er spennandi. thelma kom heim frá akureyri svaka ánægð og búinn að renna sér á bretti nánast alla dagana og fannst gaman. fór í mat til gumma og jakobínu og var svaka kát með ferðina. þannig að næst þegar við förum á skíði saman þá verðum við magga á skíðum og krakkarnir á bretti
jæja ég veit hvað meira er hægt að skrifa um í kvöld. bara að æfa sig að vera jákvæður og ekki kvarta eða vera sífellt að gagnrýna.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.3.2010 | 00:20
fimmtudagur 11-03-2010
þokkalegi dagurinn. ég er búinn að ritskoða sjálfan mig talsvert og hugsa að best sé fyrir mig að skrifa ekkert í dag. það var gaman á grensás.
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.3.2010 | 23:55
sunnudagur 07.07.2010
hæ
það er kominn sunnudagur og ég er búinn að vera heima í viku. ferðalagið frá austurríki gekk bara vel. það var undarlegt að láta keyra sig um í hjólastól á milli flugvéla. skrýtið hvað fólk horfir á mann. svona horfi ég líklega sjálfur á fólk í hjólastólum . ég fór síðan upp á slysó á mánudeginum og var tekinn út. var slakur á þriðjudeginum og fór aftur upp eftir. fékk lyf og gat sofið þar um nóttina. fékk síðan að fara heim á hádegi. þetta er búið að vera ágætt. ég er frekar þreyttur og slappur. finnst eins og ég geti ekki mikið og held bara svei mér þá að ég geti ekki mikið . fór á aa fund í morgun. það var geggjað. ég veit ekki hvernig ég á að díla við reiðina sem sýður innra með mér en ég fékk smá ljós á fundinum. þessir fundir eru bara svo magnaðir. það er ekkert meira um það að segja. ég byrja í sjúkraþjálfun í fyrramálið og vonandi gerir það mér gott. svo ryfjaðist upp setning sem ég heyrði hjá aa félaga sem er látinn fyrir nokkrum árum. "auðvitað er ég til í að trúa á guð en ég vil fá að ráða og helst fyrir báða". maður öðlast visku við að læra að hlusta á og fara eftir því sem manni er sagt. ég ætla að fara að sofa og vera hress í fyrramálið á æfingu.
lifið heil, lengi!
þórómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2010 | 19:36
fimmtudagur 25.02.2010
icesafe, heeeeehhehehehehhehehehehhehehhhahahahahahahahahahhaa.........
það er sama blíðan hér í austurríki og fyrri daginn. það snjóaði hér í fyrradag og það var þannig að sjórinn ætlaði aldrei að komast til jarðar. ég hef aldrei séð annað eins . við félagarnir hérna á stofunni höfum horft á sjónvarpið saman, aðallega alpagreinar en þótt slæddist með stökk. skíðaganga og íshokkí. skora á alla sem telja sig töffara að heimsækja skíðastökk pall, ganga upp og horfa niður .
ég veit ekki hvernig mér á að líða vegna þess að ég hef aldrei fengið blóðtappa áður. en mér líður eins og skít. ligg eins og slytti. reikull í spori. kraftlaus. má ekki fara út af spítalanum. þarf að fá hjúkrunarkonu heiman frá íslandi til að fylgja mér heim. þetta er ekki það sem ég sá fyrir mér. en svona er þetta bara. ég ætla bara að halda áfram að þykjast vera töffari ,miklu betra.
ég er bara heppinn og þakklátur fyrir að geta komist í gegnum þetta héna úti með hjálp fjölskyldu og vina. maður segir aldrei nógu oft takk fyrir mig!
lifið heil, lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2010 | 01:39
22.02.2010 mánudagur
það er komið fram yfir miðnætti hjá mér hér á spítalanum. er andvaka sökum þess hversu óreglulegur svefninn er. dagurinn var bara góður. fór tvisvar á æfingu og gekk vel. hitti fullt af læknum í dag og fer vonandi í myndatöku á morgun. þá gæti komið í ljós hvar upptök stíflunar eiga sér stað. það skiptir ekki öllu máli en gaman væri að það varpaði ljósi á ástæðurnar.
ég nefndi 2 hetjur um daginn og var bara búinn að nefna aðra þeirra . hin heitir aron bergmann og sá býr í grindavík. ég fór til grindavíkur í sumar og sá hann á hátið sem haldin var honum til heiðurs á fótboltavellinum. þessi strákur er sennilega baráttuglaðasti íslendingur sem til er þótt víða væri leitað. hann berst fyrir lífi sínu á hverjum degi og er búinn að gera lengi. brynjar pabbi hans hefur leiðbeint mér í bakvandræðum mínum og ekki er minni jaxl þar á ferð. fjölskyldan er samheldin og gaman að fylgjast með þeim á blogginu. þvílik saga.
það eru hetjur eins og frank og atli heitinn sem gefa manni vonina um að dag einn verði þessi littli heimur betri staður fyrir fleiri að vera til á
lifið heil, lengi!
þórómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2010 | 20:26
laugardagurinn 20.02.2010
þá er 5. dagurinn liðinn frá því að ég settist niður í skíðabrekku í austurríki og starði upp í heiðbláann himininn (svona til að gera þetta fallegra). það fyrsta sem hvarflaði að mér var að ég væri að gefa upp öndina. mér fannst eins og það væri búið að slökkva á mér. "lights are out, the fridge is closed, butter is getting hard...." og þá er nú ekki mikið eftir ef marka má þessu frægu orð chick hearns (held þetta sé rétt skrfifað hjá mér) sem hann sagði alltaf í lok leikja lakers þegar hann var að lýsa
ég veit ekki hvað það var sem síðan læddist að mér en kallinn á efri hæðinni virtist eiga við mig erindi og ég sannfærðist um að það væri enn von. magga og thelma voru hjá mér eins og hetjur á miðjum vígvelli í svaka stríði. þetta hlýtur að hafa verið eins og í flottri stríðsmynd. magga eins og duvall með hattinn og thelma eins og sheen furðulostinn yfir þyrlunni sem mætti á svæðið með kvæðið. þetta var allt mjög óraunverulegt svo ekki sé meira sagt. en sem sagt þá ligg ég hérna á spítalanum og er í fyrsta skipti að sitja upp réttur og krafla niður á bloggið.
ástðæðan fyrir því að ég er að skrifa er bókin hans atla thor sem ég las í flugvél fyrir rétt rúmum 2 vikum síðan. ég hef hitt 2 hetjur um ævina, önnur er enn á lífi en hin er fallinn frá. atla hitti ég eitt augnablik í skíðaskálanum hjá ármenningum í fyrravetur. þvílík persóna. ég greið síðan bókina þegar ég sá hana á borðinu í kaffitár um daginn. bókinn hafði mikil og góð áhrif á mig. ég hef sjálfur verið að brölta með brjósklos og ekki fengið lausn eins og ég hafði vonað og það hefur oft leikið mig grátt þegar mér hefur liðið sem verst. upp koma allskonar hugmyndir um að eitthvað annað sé að , einmitt!
en svona er þetta bara. ég er ekkert meiri bjáni en gengur og gerist .
ég geri mér grein fyrir því að framvegis verð ég alltaf að hafa í huga að ég er búinn að fá heilablóðtappa 42 ára gamall. það mun ég taka alvarlega. svo gerum við bara grín að rest .
mér finnst ljót myndin af sigga þorsteins á blogginu hans. svo finnst mér líka skrýtið að eiga blogg vin . sæll eþþebbi (smá prívat).
lifið heil, lengi!
þórómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2010 | 23:53
Næsti....
mánuður er í styttra laginu. sem er ágætt því að það styttir veturinn. eh...
ég er að velta því fyrir mér hvort það sé ekki ágætt að blogga bara einu sinni í mánuði. svona rétt til að vera með. ég er ekki ennþá kominn á facebook og á ekki von á því í framtíðinni. málið er að ég kann ekki með það að fara. færi örugglega að rífa kjaft og vera ósammála öllum. fæ hrokakast og drulla yfir allt og alla. ég á t.d. erfitt með að stoppa mig af í að kommenta á fréttabloggið. finnst magnað að lesa skrif eftir fullorðið fólk sem er í hlutverkum foreldra. frábærar fyrirmyndir fyrir börnin :-). vildi óska þess að okkur færi fram aðeins hraðar í þessum málum. ekki svo að skilja að ég sé engill. langt því frá. bara að hugsa upphátt um hversu geggjað það er að vera sífellt að taka fólk af lífi í orði. kominn tími til að slappa af og slefa. hafa gaman af lífinu og hlæja aðeins. ágætt að nota febrúar til að æfa sig því að hann er svo stuttur.
lifið heil, lengi
þórómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2010 | 13:18
Nýtt ár!
2. janúar.
þá er nýtt ár hafið. veðurfarslega þá fer það vel af stað og eins og allir vita þá er það góðs viti fyrir skerið okkar litla. ég er í sambandi við álfa og huldufólk sem segir mér að þetta verði gott ár og svo fékk ég það staðfest af völvunni. þannig að ég þarf ekki að kvíða árinu í þetta skiptið.
heilsan er ill þolanleg sökum heyfingaleysis en úr því má bæta með einföldum aðgerðum. hárlag er með versta móti en þar duga einfaldar aðgerðir einnig. hæð er enn undir meðallagi og óvíst hvort hægt verði að gera eitthvað í þeim málum en vonandi finnst lausn á því innan skamms.
ég hef ekki tekið þátt að neinu ráði í málefnum líðandi stundar vegna þess að ég hef lítið getað fylgst með og ekki það vel kunnugur staðreyndum til að geta lagt orð af viti í belg. ég hef hinsvegar gaman af því að halda hinu og þessu fram og takast síðan á við fólk um bullið í sjálfum mér sem er með öllu merkingalaust blaður og þvaður eins og nánast allt sem birtist í fjölmiðlum hvort eð er.
vangaveltur mínar leiða mig að þeirri niðurstöðu að það sé fátt mér er hollara en örlítil hreyfing og mikil samskipti við "æðri mátt" eins og ég kalla hann. það hefur skilað mér árangri síðastliðin 11 ár sem eru mín auðæfi í dag. fjölskylda sem er heilbrigð og hraust og samskiptin okkar á milli eru góð dag frá degi og skemmtileg.
ég þakka öllum þeim sem hafa staðið við bakið á mér og hjálpað mér á minni leið. það er ótrúlegt hversu mikils virði það er að eiga vini til að leyta til þegar maður er að berjast við vindmyllur og fjallgarða. ég á nokkra stóra og stæðilega vini sem hafa hvatt mig áfram og sparkað í rassgatið á mér þegar svo ber undir.
lifið heil lengi!
þórómar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 17:22
Þrá-inn
að skilja eftir sig nokkrar bíómyndir og bækur er góður árángur í starfi sem listamaður. mér finnst leiðinlegt að lesa svar þráinns við spurningu þorgerðar katrínar um að hann ætli að leita sér aðstoðar til að taka ákvörðun um hvort hann skili aurunum sem hann fær að launum. þráinnn þú átt allan þennan heiður skilinn að mínu mati og þarft ekki að fá lánaða dómgreind til þess að svara þessu. þú skilar þessu aldrei vona ég, en notar þetta til að láta meira gott af þér leiða sem listamaður. ef þú skilar þessu þá stofna ég til mótmæla á austurvelli.
lifið heil-lengi!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)