! - Hausmynd

!

föstudagur 28.05.2010

furðuleg vika. ákaflega ringlaður af umræðum og persónulegum vandamálum í bland. persónulegu vandamálin svo sem ekkert frábrugðin því sem flestir eru að takast á við. umræðan er nækvmnlega sú sama fyrir mig og alla aðra. en það skrýtna er að hún var ekki furðuleg fyrir alla. ég upplifði hana bara furðulega Woundering

jón hákon fór í ferðalag með skólanum á miðvikudag. hann var mjög spenntur áður en haldið var af stað. pakkaði niður og gerði allt klárt kvöldið áður. var með lista yfir það sem átti að taka með og merkti við. ég fæ ferðasöguna í fyrramálið. thelma er í prófum og hefur gengið vel. hún kláraði grunnpróf í fiðluleik í vikunni og stóð sig vel. hún er fyrsti fjölskyldumeðlimurinn til að klára slíkt Wink. það stefnir í að til verði stórsveit innan fjölskyldunnar. ok kannski ekki stórsveit en trío amk ef ég fer og læri á hljóðfæri Cool. sjáum til. kannski magga læri að syngja og þá getum við orðið fyrsta 4 manna fjölskydan til að stofna hljómsveit LoL.

ég eyddi deginum með fyrrum starfsfólki Ó!. Ó! sameinaðist VERT markaðsstofu um síðustu mánaðarmót. dagurinn fór í að spjalla saman og fara yfir þætti sem eru mikilvægir í uppbyggingu á nýju félagi sem ætlar sér að gera vel! ég er sannfærður um að nýtt félag á eftir að blómstra og festa sig í sessi sem augljós valkostur fyrir öll fyrirtæki í landinu Bandit. líka bófa og ræningja.

það er gengið til kosninga um helgina og mun ég kjósa til að koma minni skoðun áleiðis. er ég sáttur við störf núverandi stjórnar eða ekki. mér finnst mikilvægt að skila inn atkvæði. skila auðu til að sýna að ég sé ósáttur nú eða að merkja við lista sem mér hugnast. ég er búinn að gera upp minn hug í því og mun merkja við x-d

lifið heil, lengi!


þriðjudagur 25.05.2010

dagurinn í dag var góður. labbaði á grensás. stoppaði stutt við. sá mann sem ég veit ekki hvað heitir ganga óstuddur í fyrsta skipti eftir heilablóðfall. hann er búinn að vera í stól síðan ég sá hann fyrst. missti málið alveg. kraftaverk að sjá hann. hitti líka ron félaga minn. hann fór í myndatöku í síðustu viku og er kominn með fleiri bletti. ekki gott. en svona er þetta. ég skröllti í rólegheitum og þetta kemur. stoppaði ekki neitt á leiðinni og var örlítið fljótari en áður. erfiður dagur á morgun svo best að koma sér í bælið.

lifið heil, lengi!


skuldastaðan

fann þessa skýrslu á netinu. búinn að lesa hana. er töluvert betur upplýstari um stöðu mála en ég var. þó er það alltaf svo að sumt af því sem stendur í skýrslunni er túlkun og framsetning frekar en staðreynd. svo mér ber að taka því varlega sem í henni stendur og bera það á borð. en ég læt skýrsluna fylgja með. nú er ég ekki svo vel að mér að vita hverjir standa á bak við hana.

www.ioes.hi.is/publications/rseries/R0901.pdf

lifið heil, lengi!


Maradona óttast ekki hin liðin

hann er að þessu svo að liðið sitt skíti ekki á sig!

ég meina það.

lifið heil, lengi!


guð blessi ísland!

googlaði "foretakosningar" og fékk wikipedia link. næstu kosningar eru 2012. ha ha ha.. við erum í skítamálum. sitjum uppi með ólaf ragnar grímsson. mannninn sem hlaut kosningu Wizard. þetta er snilld!

lifið heil, lengi!


hermann guðmundsson

ég las grein hermanns áðan. vel að orði komist. og rétt að kyssa örlítið rassinn á manninum. hann átti verðlaunin markaðsmaður ársins fyllilega skilin að mínu mati. þegar ég velti fyrir mér hvort framboð besta flokksins sé til einvhers gott þá kemur eftirfarandi upp í hugann. árangur og frammistaða núverandi fulltrúa í borgarmálum gefur ekki tilefni til verðlauna.  ég bý ekki í reykjavík, tek það fram. en það eru borgarbúar sem kjósa sína fulltrúa. hermann er ráðin að af stjórn félags sem hann vinnur fyrir. ef hann stendur sig ekki að mati stjórnar þá er hann rekinn. kosningafærir menn og konur í landinu kjósa sér fólk til að fara með stjórn. árangur og frammistaða þeirra sem kosnir eru er síðan notað til grundvallar þegar kosið er aftur. það er augljóst að borgarbúar eru óánægðir með fólkið sem það kaus síðast. hundógegðslega óánægt. drullufúlt. það er frekar tilbúið til þess að kjósa besta flokkinn. það hefur meiri trú á því að framboðslisti besta flokksins hafi meiri burði til þess að reka borgina betur en nú er gert. hverjum er um að kenna. þeim sem kaus eða þeim sem voru kosnir? mín skoðun er sú að besta liðið vinni alltaf. það er ekki hægt að vera betri og tapa leiknum. við getum ekki hlutast til um hvað fólk kýs. við getum reynt að hafa áhrif á. en það er ekkert betra í þeirri baráttu heldur en það sem á undan er gert. árangur sjálfstæðisflokksins á landsvísu er merki þess. hér á ég bæði við það sem gott hefur verið gert og það sem ekki svo gott hefur verið gert að mati kjósenda. baráttan á að standa yfir allt kjörtímabilið. ekki byrja korteri áður en ballið er búið. reyna að finna púlsinn og bregðast svo við því.

lifið heil, lengi!


miðvikudagur 19.05.2010

ég er engu nær hvað varðar áfallið sem ég varð fyrir í febrúar. það eru liðnir 3 mánuðir og ég er útskrifaður af grensás. stunda æfingar þar út júlí mánuð. hef aðgang að öllu starfsfólkinu og því sem dagdeildin bíður upp á. það er væntanlega frekjan (eða óþolinmæðin) í mér sem gerir það að verkum að mér finnst þetta ekki ganga nokkurn skapaðan hlut. mig svimar allan daginn og finnst ég kjánalegur, ræfilslegur, óttalegur skælari og vælari Angry. en sem betur fer þá sé ég breytinguna allt í kring um mig á grensás. þar sér maður breytingu á öllum sem eru í endurhæfingu. ég er einn af hópnum og er ekki undanskilinn. svo þá veit ég það.

thelma var í stöðuprófi í dag fyrir fiðluna. gekk bara vel segir hún. jón hákon og félagar í 6. flokk stjörnunar eiga að leiða meistaraflokks leikmenn stjörnunar inn á leikvöllinn á mogun. kr eru mótherjarnir. ég verð að fara á völlinn og fylgjast með þessu öllu saman Wink

lifið heil, lengi!


Rannsóknin kostar 5 milljarða

nú er kominn fram kostnaðaáætlun vegna embættis sérstaks saksóknara. þetta eru áætlaðar tölur en hægt er að fylgjast með og vonandi uppfæra í kjölfarið. svo þarf að sleppa öllum óþarfa lýsingarorðum um persónur og leikendur. nú verður vonandi hægt að gera grein fyrir stöðu mála í lok árs 2014 en ólíklegt þykir mér að þessu verði lokið þá  Bandit eins og gert er ráð fyrir. ef við fáum til baka sem þessu nemur ásamt því að koma dómi yfir þá sem ákærðir verða þá er ég sáttur.

lifið heil, lengi!


þriðjudagur 18.05.2010

gjörsamlega tómur. labbaði á grensás í morgun og fór beint í slökun. það er ótrúlega hressandi að labba. það er ótrúlega erfitt að labba Smile. (sem þýðir ekki að það sé erfitt heldur að mér finnist það erfitt). nú og að mér finnist það erfitt er ótrúlegt því að mér finnst að mér ætti að þykja það mjög auðvelt. ég var hinsvegar svo þreyttur að þegar ég kom heim klukkan 13:30 þá sofnaði ég strax og svaf til 16:30 Blush. nú er klukkan orðin 23:15 og ég er orðinn grútsyfjaður. þetta er nú meira bullið. getur ekki einhver vinsamlega tekið þetta heilablóðfall fyrir mig og troðið því....? ég er búinn að prufa það sjálfur án árangurs. það er ung stúlka upp á grensás sem var að losna við gönguspelkur á föstudaginn og gengur með staf núna. hún geislar eins og demantur yfir þessum breytingum og það er ótrúlegt að fylgjast með henni. ég fylgdist með henni í morgun á göngubrettinu og það var gaman að hlusta á hana þegar hún bað sjúkraþjálfarann að "auka" hraðann Wink. hún er freka mikill töffari í mínum huga.

lifið heil, lengi!

 


rugl dagsins!

"Sverrir Jakobsson sýnir okkur í dag í Fréttablaðinu (bls. 17), svo um munar, hvernig sumir "menntamenn" lifa í allt öðrum heimi en almenningur."

á maðurinn ekki við að sumir "menntamenn" lifi í öðrum heimi en aðrir menntamenn?

"Að borða góðan mat tengi ég við góðar stundir, rómantískar stundir, frí, jólin þar sem maður fær góðan mat og það er „leyfilegt“ að háma í sig."

Ég hef mikið velt þessu fyrir mér. Er þetta eðlilegt? Er eðlilegt að tengja mat við vellíðan?  bryndís gyða grímsdóttir

ef það veitir þér vellíðan að háma í þig mat þá er þetta fullkomlega eðlilegt, er það ekki?

lifið heil, lengi!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband