25.1.2009 | 01:08
fólkið í landinu?
er bjarni ben ekki fólkið í landinu? er ingibjörg sólrún ekki fólkið í landinu. er lögreglumaðurinn sem endaði uppi á spítala ekki fólkið í landinu. allt þetta fólk á börn og býr í húsi eins og við. pissaði og kúkaði á sig sem börn og gekk í skóla eins og við hin. þetta fólk meira að segja tilheyrir heimilum landsins líka. alveg hreint órtúlegt. og eins og við vitum þá finnur þetta fólk líka til og er ekkert frábrugðið okkur hinum. dna keðja þessa fólks er ekkert frábrugðin okkar. ekki neitt. vonandi rennur sá dagur upp að umburðarlyndi verði kennt í skólum þó án þess að nokkur einkunn verði gefinn. það er nefnilega ekki hægt að meta það til einkunnar. það þarf hver og einn einfaldlega að upplifa tilfinninguna til að öðlast hana. allt sem hefur gerst að undanförnu í þjóðfélaginu dregur upp ákaflega skýra mynd af fáránleikanum. hugur manns hendist fram og aftur upp og niður. ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. aldrei fundið fyrir því áður að mér myndi eflaust takast betur að ráða fram úr vandræðum þjóðarinnar en þeir sem nú standa í brúnni. en sú hugsun er vart búinn að fæðast þegar hún steindrepst :-). þetta kemur mér alltaf til að hugsa hversu flókið það hlýtur að vera að standa í brúnni og taka ákvarðanir sem hafa áhrif á heila þjóð. 300 þúsund indíanahöfðingjar og engir indíánar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.