! - Hausmynd

!

fyrirgefning

er besta hefndin heyrði ég björgólf segja í sjónvarpi fyrir nokkrum árum. mínir eigin brestir hafa alveg frá því að ég man eftir mér verið dauðasyndirnar 7. ég er viss um að svo er einnig um alla aðra menn. ég hef reynt að hafa þetta viðhorf að leiðarljósi sem ég heyrði björgólf segja. mér hættir ansi oft við að taka menn og konur af lífi í orði. fólk sem ég þekki ekki neitt. blanda mér í umræðu sem ég veit akkúrat ekkert um nema það sem ég heyri og les í fréttum. eins og t.d. í síðustu vikur þegar fréttir voru birtar um afkomu bakkavarar. m5 birti amk 6 mismunandi framsetningu á sömu upplýsingum sama daginn. það dæmi segir allt sem segja þarf um hversu misvísandi fréttir eru. svo væri hægt í löngu máli að draga upp fáránlega kómíska mynd af atburðum undanfarið og hvernig "sannleikurinn" er settur fram. hverjum þykir sinn fugl fagur stendur einhversstaðar :-). mikael torfa var í sjónvarpinu áðan og dró upp skemmtilega mynd um fyrirgefninguna. það hefur enginn komið fram opinberlega og beðist afsökunar á einu eða neinu og ég á ekki von á að svo verði. ég er staðráðinn í að ná fram hefndum. ég trúi því að það virki.

lifið heil-lengi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband