14.10.2008 | 21:11
lítill en ekki feitur ennþá
silfraði egill er eini grikkinn sem valgeir guðjóns þekkir. ég þekki 2, egil og 1 til sem heitir john gatsogiannis. þátturinn hans egils er jafn misjafnlega skemmtilegur og þeir eru margir. mér var kennt af breskri konu fyrir löngu að "there are no stupid questions, only stupid answers". þetta hljómar kannski ekki vel í eyrum sumra en það hefur alltaf gert það hjá mér. hversu oft er maður ekki spurður að því hvað maður ætli að gera ef þetta eða hitt kæmur upp á og maður svarar um hæl kokhraustur "slappaðu nú af það er ekkert að fara að gerast :-)". svo gerist hið ómögulega og maður stendur með lófana upp í loft og öskrar "hvað er eiginlega að gerast" "þetta á bara ekki að geta gerst". en það er nú bara einhvern veginn þannig að það getur allt gerst. við eigum orðatiltæki á íslensku sem segir "það getur allt gerst". við bjuggum meira að segja til nýtt sem segir "það er allt að gerast" og svo notum við líka "það er allt að verða vitlaust". en hugsiði ykkur að þrátt fyrir núverandi ástand að þá er ekki allt orðið vitlaust því það er ekki allt búið að gerast. og þó manni finnist kannski í augnablikinu "öll vitleysan eins" þá er hún það ekki. fólk er misjafnt eins og það er margt í útliti en að mestu nákvæmlega eins í hegðun. það eru örfáar undantekningar. ein þeirra er móðir teresa heitinn. d.lama kallinn eitthvað álíka og mandela. svo aldrei skulum við halda að fólkið sem á hug okkar allra þessa dagana sé á einhvern hátt frábrugðin okkur sjálfum nema þá kannski í útliti. silfur egill er stór og feitur miðað við mig. ég er lítill og mjór miðað við hann. egill á sína góðu daga og hann á líka sínu slæmu, eitthvað sem ætti ekki að koma neinum á óvart. jón ásgeir er hvorki lítill og mjór ef hann er miðaður við okkur egil. hann er bara meðal jón.
lifið heil
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.