11.10.2008 | 14:48
og í dag
það er nú meiri hamagangurinn þessa dagana. er loksins allt orðið vitlaust? búinn að heyra þetta svo oft að allt sé að verða vitlaust. hvernig sem það er þá er eitt alveg skýrt. "ÞAÐ ER ÖLL VITLEYSAN EINS". ég skrifaði færslu síðast þar sem ég var að velta fyrir mér hver gæti hugsanlega borið ábyrgð á því hvernig hlutirnir hafa þróast. ég er staðfastur í þeirri skoðun minni að ég beri ábyrgð á mínun ákvörðunum sjálfur. það kom mér enginn í þessa stöðu. ég kom mér í hana sjálfur. ég get lesið öll blog heimsins og horft á alla fréttatíma heimsins og guð má vita hvað. niðurstaðan er alltaf sú sama. ég get engu breytt um stöðu mála og get í mesta falli borið ábyrgð á eigin gjörðum. það að skrifa um hvað ég haldi um hitt og þetta hefur ekki þau áhrif sem ég sækist eftir. ég get eingöngu sannfært sjálfan mig um að taka ábyrgð á sjálfum mér. ég ræði daglega við minn eigin æðri mátt eins og ég skynja hann. hef ekki ennþá heyrt hann tala upphátt en ég á ekki heldur von á því að svo verði, það er í góðu lagi. ég vona að mátturinn sé með ykkur á þessum tímum og að þið komist öll í gegnum þetta standandi. áfram ísland.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.