28.9.2008 | 00:26
Í dag
sá ég fréttir af hinu og þessu. hetjulegt að lesa um hlauparann okkar í grikklandi. hvílík hetja. önnur hetja var ungi maðurinn sem er flogaveikur og kom fram í fréttum ásamt móður sinni. mikil hetja. mér fannst ekki mikið til þessa komið að horfa á fréttir í sjónvarpinu. enn og aftur finnst mér skrýtið hvað fólk sem hefur atvinnu af því að flytja fréttir gerir við tíma sinn. það á að flytja fréttir. það þarf ekki að búa þær til. hefur kristinn h. aldrei velt því fyrir sér af hverju hann er alltaf einn á báti. annars hef ég það bara ágætt.finnst öll þessi umræða um peninga hálf fáránleg. ég einn ber ábyrgð á mínum eigin gjörðum. hvernig í ósköpunum er hægt að segja að það sé banka, stjórnvöldum, jóni ásgeiri, eða davíð oddsyni um að kenna hvernig komið er fyrir almenning í landinu. ég bað um lánið og tók lánið. ég eyddi láninu.punktur. það er alveg sama við hvern maður ræðir. allir kenna einhverju um hvernig komið sé fyrir. ég veit ekki með ykkur en ég lít svo á að það sé mér einum að kenna um hvernig ég er staddur. það er hinsvegar fullt af fólki sem hefur haft áhrif á mínar ákvarðanir. sem betur fer hafa þær verið nokkuð góðar. ef ég held áfram á sömu braut þau er framtíðin björt -)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.