! - Hausmynd

!

Lygaralaupur

alltaf jafnskrýtið þetta með lygina. hvenær er verið að ljúga, hvenær er ekki verið að segja allan sannleikann, hvenær er verið að gæta hagsmuna, bla bla...
"þetta er alls ekki það sem ég sagði" eða "þetta var alls ekki það sem ég meinti með því sem ég sagði". eða þessi klassík "orð mín voru túlkuð...." það er alveg hreint frábært hvað lyginn getur tekið á sig margar skemmtilegar myndir. mér finnst hún hræðilega vond. skelfileg tilfinning. étur mann að innan og út og endar svo með því að ekkert stendur eftir nema hún. það er kallað að vera berskjaldaður. maður stendur fyrir framan myndavélina og hún lýgur aldrei. hún sér bara það sem fyrir henni er. það sem er í mynd er það sem við sjáum, punktur. ég hef logið um ævina og alltaf fengið það í hausinn. stundum hefur upp komist, stundum ekki. fyrir mörgum árum reyndi ég að gera upp syndir mínar og biðjast afsökunar á. síðan eru liðin mörg ár. ég er hættur að ljúga en hef reynt að hægræða sannleikanum stundum og það merkilega við það er að tilfinningin er sú sama og að ljúga. það er engin munur þar á. þess vegna er ég sannfærður um að það er ekki til neytt sem heitir 0-100% sannleikur. það er bara til sannleikur. allt annað er ósatt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband