! - Hausmynd

!

ímyndaðu þér :-)

ég var rétt í þessu að skrifa athugasemd við bloggfærslu. mér fannst það gott. bara ansi gott. reyndi að hafa það að leyðarljósi að dæma engan eða hans skoðun. hafa skoðun á umfjöllunarefninu út frá því hvernig ég upplifiði fréttina. punktur. að hafa ímyndunarafl er eitt af því sem gerir tilveruna skemmtilega, að vera til. ég má ímynda mér hvað sem er án þess að vera dæmdur af öðrum fyrir það :-). en um leið og ég opinbera þessa ímyndun þá er hún orðin sjáanlegur hluti af mér. en hvað um það. ég mun aldrei skilja lífið til fulls. ég mun í mesta lagi ná því að vera þáttakandi í deginum í dag, með framtíðarplön. ekkert meira en það. ég er að lesa bók sem heitir "beautiful boy". hún fjallar um ungan mann sem þjáist af áfengisfíkn. pabbi hans skrifar bókina. ég er nánast búinn með bókina. ég táraðist og fékk kökk í hálsinn í morgun við lesturinn. ég bara ímyndaði mér hvernig þeim feðgum líður. hvernig systkinum unga mannsins líður. bara mitt ímyndunarafl að verki. ég vona að framtíðarhorfur þeirra séu góðar. dagurinn í dag lofar góðu :-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband