12.5.2008 | 14:55
fyrirsögn?
skrýtið hvað það er erfitt að láta allt flakka þegar maður skrifar bloggfærslu. er það óttinn við að segja eitthvað sem maður verður dæmdur fyrir að segja. óttast maður að fá á sig vörumerki. hver fjandinn er það sem gerir mann yfirborðskenndan málamiðlara. sífellt að laga orð sín (takið eftir að ég segi ekki skoðanir því þær eru annað en orð mín) að því hvað hentar hverju sinni. ég má ekki viðhafa svona orðbragð því að það eru börn í návist. má ekki segja svona því að það er kona í návist. svona get ég endalaust talið. ég fer reglulega inn á bloggsíður og les greinar og síðan athugasemdir fólks. dauðlangar að taka þátt en fæ mig ekki til þess. finnst fáránleikinn alltaf svo stutt undan að það taki því ekki að láta skoðun sína í ljós. hún telur ekki í stóru myndinni :-). veit það ekki. hraðinn á því sem fer um internetið er slíkur að maður hefur ekki lengur undan við að melta þetta allt saman. mánudagur forsíða mbl. maður nauðgar konu sinni og börnum í mörg mörg ár. þriðjudagur náttúruhamfarir í búrma, þúsundir drepast. sama dag er byrgismaðurinn dæmdur fyrir að misnota veikar sálir. svona heldur þetta áfram dag eftir dag og maður nær einhvern veginn ekki að tengja sig við þessar hörmungar. þær bara koma og fara eins og ekkert sé. horfði á "sicko" mynd m.m. um heilbrigðiskerfi bandaríkjanna. rotið system. já ég get einhvernveginn ekki sagt það nógu oft hversu skrýtinn þessi heimur er sem við búum í. hann er í mótsögn við sig sjálfan á hverjum degi sem líður. eitt veit ég þó og það er það að best er að vera ábyrgur í orði og verki gagnvart náunganum. það er ekki til betri tilfinning en sú sem fæðist þegar manni tekst vel upp í þeim efnum. það er vel hægt að koma fyrir sig orði án þess að drulla yfir eða særa annað fólk.
Athugasemdir
Ég hef aldrei hikað við að gagnrýna fólk á blogginu eða í fjölmiðlum. Af hverju ætti maður að hlífa fólk við eðlilegri gagnrýni? Það er miklu betra að segja hlutina beint frekar en að fara eins og köttur í kringum heitann graut :)
Jóhann Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 15:26
Það má kannski bæta við að mér finnst hinsvegar óeðlilegt þegar fólk er að gagnrýna aðra og leyfir síðan ekki athugasemdir á blogginu. Þá er búið að taka út þann rétt fólks að svara gagnrýninni og það er verulega ljótt.
Jóhann Kristjánsson, 12.5.2008 kl. 15:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.