4.3.2007 | 18:08
Lúðurinn
þegar öllu er á botninn hvolft þá skýrast allir hlutir af viðhorfi og hugarfari. vikan sem var að líða var ágæt fyrir margar sakir og hún var líka slæm fyrir margar sakir. bara mitt að ákveða hvað ég tel fram til að meta hana. ég kýs að velja það sem vel fór og hylla sjálfan mig fyrir að hafa staðið mig vel. drullaði ekki yfir neinn og missti ekki stjórn á skapi mínu :-). Var ekki í fílu. já þetta er nú bara nokkuð gott á minn mælikvarða. það sem miður fór voru hlutir eins og "ég var ekki með allar tölur réttar í lottóinu". ég fann ekki grilljón á víðavangi. fékk ekki lúður fyrir allar útnefningarnar. kemur bara næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.