4.6.2011 | 02:53
andvaka
það kemur víst fyrir að það truflist hjá manni svefninn. ég fór á fyrirlestur um svefn í vikunni. mjög skemmtilegur og fræðandi. eitt af því sem fram kom var hversu mikilvægt það er að halda reglunni og að rúmið sé staður til sofa í. sjónvarpsgláp uppi í rúmi er ekki talið gott og ef maður á erfitt með svefn yfir nóttina þá er mikilvægt að fara fram úr en ekki liggja áfram. og það er nú einmitt ástæða þess að ég sit hér með tölvuna í fanginu og skrifa þetta. klukkan er að langt genginn í 3 eftir miðnætti og ég get ekki sofið. ég laggði frekar mikið á mig í dag og sofnaði ekki neitt fyrr en í kvöld. reglan hjá mér eftir áfallið hefur verið að sofna yfir daginn örstutt. ég hef reynt að berjast við að halda mér vakandi en það hefur einfaldlega ekki gengið nægilega vel. ég vona að þetta fari að breytast og að ég nái að halda mér vakandi allan daginn þó svo að það kosti að sofna í fyrra fallinu. fyrst um sinn þá raskast nætursvefninn eitthvað en kemst svo í samt lag.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.