15.8.2010 | 02:32
stutt yfirlit!
um það sem hefur gerst á síðustu misserum í mínu lífi. gula kortið frá tryggingastofnun rann út um síðustu mánaðarmót. ég er sem sagt ekki lengur endurhæfingalífeyrisþegi :-). þetta kort var nú hálfhallærislegt. vélritað og límt með plasti. passaði ekki einu sinni í veskið. sakna þess ekki neitt. svo fylgdi þessu ekki einu sinni króna . alveg eins gott að vera ræfill án þess að vera með þetta kort. ég er ekki farinn að vinna enda vill enginn ráða ræfil í vinnu. ég hef dundað mér við að koma leikritinu djúpið á framfæri. það gengur bara ágætlega. mér finnst það gaman því mér finnst afrek guðlaugs vera það merkilegasta sem ég veit um. kennir manni að horfa á glasið og sjá það hálf fullt. kennir manni að meta það sem maður hefur en ekki það sem manni vantar eða langar í. ég verð aldrei eins og ég var. sem betur fer. það voru allir komnir með leið á gaurnum fyrir löngu. mér finnst líka gott að geta sagt að ég sé eins og nýr maður . ég til dæmis bara að grína þegar ég skrifaði að ég væri ræfill. ég ætlaði að skrifa ræfilslegur. það er nefnilega stór munur á að vera ræfill og ræfilslegur. ég get alltaf gert mér upp eitthvað og þóst vera eitthvað allt annað. til dæmis að vera góður með mig.rígmontinn. það er ekkert mál. þetta er svona svipað og að vera fífl eða haga sér eins og fífl. stjórnmálamenn eiga það til að haga sér eins og fílf. fæstir þeirra eru fífl þó margir hverjir séu hirðfífl en það er allt annar hlutur. nú svo eru það fréttir dagsins. þær eru frábær lesning og sjaldan ef nokkurntímann áður hafa blaðamenn haft úr jafn miklu efni að moða. ég sá fyrirlestur á ted.com um hversu mikið af fréttum dagsins verði í raun enn fréttir eftir 100 ár . einmitt. eitt veit ég og það er að uppátæki liðs stjörnunar í garðabæ þar sem strákarnir setja á svið látbragðsleik eftir að þeir skora mark verður ritað í söguna og mynnst um aldur og ævi . úr einu í annað, hitt sem mér datt í hug var hm í fótbolta í suður afríku. á meðan skrilljónir manna deyja úr þorsta þá sprauta menn milljónum lítra af vatni yfir vellina svo menn eins og rooney og aðrir hans líkar geti hagað sér eins og fífl og fávitar . húrra fyrir því.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.