! - Hausmynd

!

hugleiðing dagsins!

var að klára að lesa hannes hólmstein, hermann n1 og "púkann". las reyndar einnig "heitar umræður" en man ekki höfunda. skemmtilegar lesningar. þó sér í lagi greinar fyrst nefnda og annars :-). púka blog var líkt og önnur blog þar sem fólk getur skrifað sínar eigin athugasemdir, bull og blaður. að lestri loknum veit maður varla á hverju umræðan hófst :-). og því miður eru nánast öll blog á vefnum lík púkabloginu sem hér er vitnað í. er ekki að gagnrýna blog færsluna heldur formið sem leyfir athugasemdir. á sama tíma þá finnst mér synd að geta ekki lesið athugasemdir við blog eins og greinarnar tvær eftir hh og n1. þær eru skemmtilegar og vel skrifaðar. önnur um ekki neitt en hin um mál sem snerta alla þá sem hafa tekið lán á íslandi. ekki verða þeir kallaðir "lánsamir" :-). ég veit ekkert hvar ég stend í þessu lánamáli skoðanalega séð. apa bara eftir orðum skáldsins sem sagði að allir hlutir hafi tilhneygingu til að enda einhvern veginn, einhvern tímann. það hafa allir hlutir verið sagðir og ritaðir og ég hef enga vissu fyrir því hver á orðin svo ég set þetta ekki í gæsalappir. en hvað um það, aftur að blog málum. kemur til greina að setja á laggirnar blog lögreglu? hún gætir þess að menn séu ekki að bulla og blaðra út í loftið. svolítið eins og þegar sagt er, hættu þessu helvítis bulli drengur og komdu þér að efninu. það er skemmtilegur fyrirlestur á ted.com um fréttir. hvaða fréttir í dag verða ennþá fréttir eftir hundrað ár :-). þær eru ekki margar. mér finnst við eyða allt of miklum tíma í bull og blaður sem er ekki til neins gagns því það fær nánast engan til að hlæja. ef við ætlum að bulla og blaðra þá þarf að vera hægt að hlæja að því. eins og grein hh. um ekki neitt. bara kall í sjálfsvorkunn að skæla. en skrifað að mér finnst á skemmtilegan hátt. hún fyndin. jæja hvað um það. mér finnst gaman að lesa. ég hef aldrei verið mikið gefinn fyrir að lesa. les aldrei leiðbeiningar. les aldrei viðvörunarskilti. les ekki einu sinni hugsanir. en þetta hefur breyst. ég las til dæmis í dag í fyrsta skipti á ævinni kassa strimil :-). það var góð lesning. á örugglega eftir að lesa fleiri strimla á næstu misserum. pottþétt.

lifið heil, lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband