20.6.2010 | 23:14
Brunná!
þá er ég loksins búinn að veiða á stöng. við jón hákon fórum norður í land í boði bróður míns og köstuðum fyrir fisk í brunná. áin rennur til sjávar norðan við ásbyrgi. þarna er mjög fallegt umhverfi og gaman að vera. fórum í ásbyrgi að kvöldi til og skoðuðum tjörnina og dýralífið. annars vorum við dugleg að veiða og krakkarnir voru þar fremstir í flokki. þau veiddu aðallega fiðrildi og flugur en við gummi og jakobína fiska . það eru margir fallegir staðir í ánni og auðvelt að sjá fiskinn. ég var að kasta í fyrsta skipti og þau voru ófá skiptin sem ég festi fluguna í peysunni . gummi gaf mér góð ráð og kastar nokkuð vel að mér virðist. ég mun nýta mér þessi ráð í framtíðinni og vonandi tekst mér að ná tökum á þessari list. jón hákon stóð sig eins og hetja og hann er greinilega gæddur hæfileikum til að nema það sem honum er kennt því hann gat hent út slysalaust á 3ja degi. þetta var virkilega gaman og vonandi fáum við feðgar tækifæri til að gera þetta aftur í framtíðinni.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.