11.6.2010 | 22:56
Jákvæðni!
öll umræða í dag er ótrúlega neikvæð. það kemur ekki stakt orð upp úr nokkrum manni nema væl og volæði. ég er einn af þessum öllum. ég á hinsvegar 2 ónefnda vini sem aldrei láta úr úr sér eitt einasta neikvætt orð. maður fær aldrei að skæla eða væla þegar maður heyrir í þeim. við erum öll mjög heppin að það séu til menn og konur sem sjá alltaf björtu hliðarnar í lífinu. þetta fólk eru hetjurnar sem halda í okkur hinum lífinu. ég get ímyndað mér að það sé hrikalega erfitt fyrir þúsundir manna í dag að ná endum saman. og við ættum öll að hafa það hugfast þegar við förum út í daginn að okkar framkoma í garð annara er það eina sem við getum haft einhverja stjórn á. förum varlega í kringum hvort annað. hættum að rífa kjaft.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.