! - Hausmynd

!

lýðræði!

nú þegar kosningarnar eru að baki þá velti ég ýmsu fyrir mér. skv. tölum sem ég fékk á netinu þá eru 228.000 íslendingar á kjörskrá. í síðustu alþingiskosningum var 85% þátttaka. í sveitarstjórnarkosningum 2010 var kjörsókn heldur lakari. ég hef hvergi fundið opinberar tölur en ég giska á að hún hafi verið innan við 80%. í hafnarfirði varf 65% þátttaka.  17.832 á kjörskrá. 11.589 greiddu atkvæði. sigurvegari með 4.053 er samfylkingin. það er 22% atkvæða miðað við kjörskrá. öllu hinu fólkinu stóð til boða að kjósa. 1.448 kusu vg. samtals hlutu samfylking og vg 5.501 atkvæði. það er 31% miðað við kjörskrá. staðreynd málsins er sú að hægt er að mynda meirihluta í hafnarfirði þrátt fyrir að sá meirihluti hafi einungis 31% atkæða af þeim sem gátu kosið. við "almenningur" gátum öll farið að kjósa. ef við ætlum að halda því fram að lýðræðið hafi ekki náð fram að ganga í þessum kosningum þá erum við hreinlega vitlaus. hvergi var reynt að koma í veg fyrir að fólk gæti kosið.fjölmiðlar eiga að því sem ég kemst næst að flytja almenningi upplýsingar um staðreyndir og stöðu mála. ég sjálfur er sjálfstæðis maður. veit hinsvegar hver er sigurvegari í hafnafirði en án þess að horfa á fjölmiðla Smile. að fara og ekki kjósa segir ekki nokkurn skapaðan hlut. ef ég kýs og skila auðu þá er ég að lýsa því yfir að enginn sé í framboði sem ég treysti til að fara með stjórn. lýðræðið er virkt þegar við nýtum okkur réttinn til að kjósa.  í fjölmiðlum eru birtar greinar sem fjalla um hvað fólkið vill. greinar sem segja að traust fólks á stjórnmálum og stjórnmálamönnum sé brostið. gott og vel. þetta eru ágætis greinar, ekki spurning. að fólkið vilji ný og önnur vinnubrögð en tíðkast hafa. til að koma þessum vilja og skoðunum fólksins áleiðis til þeirra sem eru í framboði þarf að kjósa.

lifið heil, lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Lýðræðið getur verið skondið... Þegar Vigdís Finnbogadóttir var kosinn forseti í fyrsta sinn fékk hún aðeins rúmlega 1/3 greiddra atkvæða... þ.á.m. mitt

Annars finnst mér það gamaldags lýðræði þegar kosið er og sigurvegarinn fær 51% og ræður öllu... Lýðræðið þarf að þróast meira út í það að ná sameiginlegum niðurstöðum með öllum... heitir það ekki samræðupólitík ?

Brattur, 6.6.2010 kl. 10:29

2 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

hvernig komum við okkur saman um hver skuli stjórna án þess að menn hafi til þess meirihluta? er það raunhæft að minnihluti geti stjórnað svo vel sé. ég er ekki mótfallinn því að hægt sé að stjórna með 31% greiddra atkævða. ég er ósáttur við þá sem grenja yfir töpuðum leik. leik sem þeir tóku ekki einu sinni þátt í :-).

Þór Ómar Jónsson, 6.6.2010 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband