30.5.2010 | 17:37
gjáinn?
hvar í andskotanum er þessi gjá á milli fólks sem situr á alþingi og fólks sem situr heima og fer til vinnu. þetta er sama fólkið. hvurslags helvítis vitleysa er þetta? 63 manneskjur. ég þekki 2 vel og hef aldrei séð neitt skrýtið eða óvenjulegt við þessa menn. enn og aftur sannast það að við fólkið, þessi 300 þúsund og þar með taldir 63 sem koma frá annarri plánetu að því er virðist getum haft áhrif á niðurstöður kosninga með því að taka þátt. ÞAÐ ERUM VIÐ SEM KJÓSUM OG ENGINN ANNAR. ó, ég biðst afsökunar bætum við c.a. 200 kvikindum sem sitja í sveitarstjórnum. sama fólkið með sömu vandamálin og ég. ég er að hlusta á silvur egils á meðan ég skrifa þetta. sé hann ekki, heyri bara í honum. ef ég ætti að lýsa honum þá væri það svona. feitur kall með liðað hár. er það ljótt? í mínum huga er hann ekkert annað nice gaur sem vinnur í sjónvarpi. en að hlusta á fólkið í fjölmiðlum sem eru í pólitík tala eins og sultukrukkur út í bláinn er algerlega óþolandi með öllu. "ég hef trú á pólitík sem jákvæðu afli í samfélaginu". HVURN DJÖFULINN ÞÝÐIR ÞETTA? hvernig á ég að taka þann sem þetta segir alvarlega? hvernig í andskotanum kemur maður því inn í hausinn á 263 manneskjum sem eru valinn af okkur öllum (þeim sjálfum líka) að þau eru að fara með peningana okkar? er þetta eitthvað flókið. er ekki fallegt að nota svona blótsyrði í skrifum? er það áhrifaríkara?
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.