! - Hausmynd

!

Allen styður Polanski

ég er að ræskja mig, dreg andann djúpt! ég hugsa hvurn djöfulinn ég eigi að segja? svo kemur löng bið. hvenær er maður laus frá gömlum syndum? hvernig sem ég reyni að líta á málið þá finn ég hvergi samúðartilfinningu með roman polanski. ég hef aldrei orðið þess var að hann hafi iðrast og reynt að bæta fyrir brot sitt. þetta mál og fleiri sem skoppa um í fjölmiðlum geta ekki orðið til góðs ef sá sem brýtur af sér gengst ekki við broti sínu. þá verður þetta bara sagan endalausa. ég sagði hann sagði bla bla.....woody allen er eðal perri. sefur hjá dóttur sinni. gott og vel. hans stuðningur hefur ekki áhrif á skoðun eða tilfinningar mínar gagnvart roman polanski. en það sem mér þykir verra er hrifning mín af sumum myndum þeirra beggja. væri ég ekki betri baráttumaður fyrir málstaðnum ef ég hætti að horfa á myndirnar þeirra? kannski ætti ég að stela þeim á netinu. þá væri ég nú flottur kall. þá fengju þeir enga peninga frá mér. æ nei. ég er kominn á þá skoðun að ég eigi að horfa framhjá myndum þeirra. það drepur mig ekki. ég fæ ekki slæma tilfinningu. svo þannig skal það vera, ég horfi bara á eitthvað annað í staðinn. t.d. íslenska mynd. ég á eftir að sjá nánast allar myndir hrafns gunnlaugssonar. ég veit ekki til þess að hann hafi komist upp á kant við lögin. hann er stórskrýtinn en það er í fínu lagi!

lifið heil, lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband