11.5.2010 | 23:47
þriðjudagur 11.05.2010 númer 2
já það veður á mér í kvöld. hugsa mikið um móralinn í þjóðfélaginu þessa dagana. ég hef tíma til þess. vil ekki vera dómari. vil vera með og vonandi koma með eitthvað sem hjálpar einhverjum. til þess þarf ég að sýna fordæmi. það er ferlega erfitt þegar maður er blankur. þá þarf maður að stytta sér leið .
það er mikið talað, rætt og skrifað um að axla ábyrgð. þurfum að gera mun á að axla ábyrgð eigin gjörða og að brjóta af sér. ég axla ábyrgð þegar ég gengst við því að hafa tekið ranga ákvörðun. í kjölfarið tæki ég kannski ákvörðun um að stíga til hliðar í starfi sem ég var kjörinn í. þetta þýðir ekki að ég hafi brotið af mér í starfi og gerst sekur um sakhæft athæfi. það er ekki sami hluturinn.
ég einn ber ábyrgð á mínum gjörðum. í dag er ég veikur. hvernig ég varð veikur er alfarið mín ábyrgð. allt sem ég get ekki gert í dag er ekki af því að enginn annar vill gera það fyrir mig. það er af því að ég get ekki gert það sjálfur. ég get ekki kennt neinum um það eða ætlast til að einhver geri það fyrir mig. ég get leytað eftir hjálp en það er ekki sjálfgefið að ég fái hana. mitt verkefni er að takast á við mig sjálfan. og það geri ég stoltur. það er erfitt verkefni því fáir jafn skrýtnir og ég . en þó svo að ég sjái þetta svona þá kemur það ekki í veg fyrir að ég verði gramur og reiður af og til. falli í sjálfsvorkunn. það er mannlegt eðli. eðli-legt!
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.