! - Hausmynd

!

þriðjudagur 11.05.2010

stundum þá hugsa ég hraðar en ég skrifa (sem kemur á óvart) og þess vegna verða skrif mín svolítið ruglingsleg stundum Smile. en það er nú bara í góðu lagi.

ég gekk að heiman upp á grensás í dag. annar dagurinn í röð. frábært veður báða dagana. það tekur verulega á og ég er dauðuppgefinn. tek frí á morgun að beiðni möggu. hún er skynsamari en ég. það er á brattann að sækja í veraldlega lífinu. fleiri hurðir lokast en opnast. ég kynnti mér tryggingastofnun í dag og komst að napurlegri staðreynd. sennilega hefði verið betra fyrir mig að sækja bara um atvinnuleysisbætur frekar en að vera veikur. vona að svo sé ekki. ef ég er heppinn þá fæ ég einhverjar krónur um næstu mánaðarmót. ég óska engum að þurfa að leyta til tryggingastofnunar. undirmönnuð og flókin stofnun. þarf að halda í hverja krónu því næstum allir eru að svindla. hinir sem ekki eru að svindla vilja fá sýna aura STRAX og ekkert helvítis múður Smile. örugglega ógeðslega gaman að vinna hjá tryggingastofnun og vel borgað!

lifið heil, lengi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband