8.5.2010 | 02:41
föstudagur 07.05.2010
bara stutt yfirlit. hvort jóhanna bauð hærri eða lægri laun skiptir ekki máli. hvað halldóri ásgríms finnst skiptir ekki máli. hvort lýðurinn róist við það að bankamenn séu handteknir skiptir ekki máli. að axla ábyrgð er eitt en brjóta lög er annað. að fara yfir það sem á undan er gengið og ráða úr þeim hlutum til að reyna að fyrirbyggja að sagan endurtaki sig er göfugt. meginmarkmið mannsins er að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig :-). það að vera upptekinn af því hvernig maðurinn við hlið mér hefur það og hvað hann á kemur mér í vandræði. mér liði betur ef ég væri upptekinn af því hvað þessum manni vantar. það fer að birta til og vonandi höfum við það hugfast að seinna meir þá mun aftur draga fyrir sólu og þá þarf maður að eiga sinn varasjóð.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.