13.4.2010 | 23:49
þriðjudagur 13.04.2010
nýr dagur og nýjir hlutir hjá mér. endurhæfing gengur vel en hægt. setti mér fyrir að byrja að skrifa hér á blog síðuna um dag og veg. góð æfing fyrir sálina og sjálfstraustið.
stóra myndin virðist vera vinsæl í töluðu orði manna á milli. menn og konur leggja áherslu á að sjá stóru myndina til ná utan um hin ýmsu mál. mér sýnist hinsvegar að þetta séu orðin innantóm. manneskja hefur ekki nægilega vel starfandi heila til þess að raða atburðarrás saman í huganum og skoða hana fram og til baka eins og bók. jafnvel þó að hún hafi bókina við hendina þar sem atburðarrásinni hefur verið raðað saman þá tekst manneskjunni að slíta hlutina úr samhengi og leggja áherslu á einstaka hluti úr atburðarrásinni eins og henni finnst best að horfa á hana. mín reynsla segir mér að best sé að leyta að upphafspunkti og hefja sig til flugs þaðan. til að átta sig á því hvert ég er að fara með þessu þá tek ég "skýrsluna" sem dæmi. ég ákvað ekki að fylgjast með sjónvarpsútsendingunni á mánudag heldur fór á mína æfingu og borðaði. las síðan mbl.is seinni part dags og hlustaði síðan að frétta tíma í sjónvarpi yfir matseld og lærdómi stráks míns. heill hafsjór af upplýsingum sem ég gat engan veginn takið allan inn og sett í samhengi. ég gerði hinsvegar tilraun til þess í dag að skoða hvort hægt væri að finna upphafspunkt á þessu öllu saman þar sem maður gæti byrjað. ég sé fyrir mér að þetta byrji allt saman á ákvörðun ríkisstjórnar og einkavæðinganefndar að við einkavæðingu ríkisbanka skuli fá kjölfestufjárfesti frekar en að skilyrða dreifða eignaraðild. þarna fer meirihluti á alþingi fram og setur lög. um leið voru sett lög um rekstur banka og í framhaldi af því settu eftirlitsstofnanir reglugerðir. þeir sem lögðu fram frumvarpið og þeir sem samþykktu bera ábyrgð á því. meðreiðar sveinar í því eru einkavæðinganefndin. næst kemur svokallað framvæmdavald sem kemur frumvarpinu í gagnið. þeir sem fóru með framkvæmdavaldið á þessum tíma eru ábyrgir fyrir því. svona væri hægt að leiðina til þess að breyta hlutum sem að öðrum kost breytast seint ef hreinlega aldrei. ég hef aldrei séð leiðarvísir um hvað opinber starfsmaður eigi að gera til að axla ábyrgð. eru til lög eða reglugerðir um það, skilgreining? er svo er þá ætti að vera auðsótt mál að kalla á framkvæmd. ef hún er ekki til þá verðum við að hætta að nota þetta mál eins og það sé stórkostlegasta krafa sem samfélagið gerir á opinbera starfsmenn. við afglöp í starfi eru menn reknir. ef menn fremja afglöp í starfi og segja af sér eru þeir þá ekki dregnir til ábyrgðar? þarna stoppa ég og kemst ekki lengra.
lifið heil, lengi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.