7.3.2010 | 23:55
sunnudagur 07.07.2010
hæ
það er kominn sunnudagur og ég er búinn að vera heima í viku. ferðalagið frá austurríki gekk bara vel. það var undarlegt að láta keyra sig um í hjólastól á milli flugvéla. skrýtið hvað fólk horfir á mann. svona horfi ég líklega sjálfur á fólk í hjólastólum . ég fór síðan upp á slysó á mánudeginum og var tekinn út. var slakur á þriðjudeginum og fór aftur upp eftir. fékk lyf og gat sofið þar um nóttina. fékk síðan að fara heim á hádegi. þetta er búið að vera ágætt. ég er frekar þreyttur og slappur. finnst eins og ég geti ekki mikið og held bara svei mér þá að ég geti ekki mikið . fór á aa fund í morgun. það var geggjað. ég veit ekki hvernig ég á að díla við reiðina sem sýður innra með mér en ég fékk smá ljós á fundinum. þessir fundir eru bara svo magnaðir. það er ekkert meira um það að segja. ég byrja í sjúkraþjálfun í fyrramálið og vonandi gerir það mér gott. svo ryfjaðist upp setning sem ég heyrði hjá aa félaga sem er látinn fyrir nokkrum árum. "auðvitað er ég til í að trúa á guð en ég vil fá að ráða og helst fyrir báða". maður öðlast visku við að læra að hlusta á og fara eftir því sem manni er sagt. ég ætla að fara að sofa og vera hress í fyrramálið á æfingu.
lifið heil, lengi!
þórómar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.