20.2.2010 | 20:26
laugardagurinn 20.02.2010
þá er 5. dagurinn liðinn frá því að ég settist niður í skíðabrekku í austurríki og starði upp í heiðbláann himininn (svona til að gera þetta fallegra). það fyrsta sem hvarflaði að mér var að ég væri að gefa upp öndina. mér fannst eins og það væri búið að slökkva á mér. "lights are out, the fridge is closed, butter is getting hard...." og þá er nú ekki mikið eftir ef marka má þessu frægu orð chick hearns (held þetta sé rétt skrfifað hjá mér) sem hann sagði alltaf í lok leikja lakers þegar hann var að lýsa
ég veit ekki hvað það var sem síðan læddist að mér en kallinn á efri hæðinni virtist eiga við mig erindi og ég sannfærðist um að það væri enn von. magga og thelma voru hjá mér eins og hetjur á miðjum vígvelli í svaka stríði. þetta hlýtur að hafa verið eins og í flottri stríðsmynd. magga eins og duvall með hattinn og thelma eins og sheen furðulostinn yfir þyrlunni sem mætti á svæðið með kvæðið. þetta var allt mjög óraunverulegt svo ekki sé meira sagt. en sem sagt þá ligg ég hérna á spítalanum og er í fyrsta skipti að sitja upp réttur og krafla niður á bloggið.
ástðæðan fyrir því að ég er að skrifa er bókin hans atla thor sem ég las í flugvél fyrir rétt rúmum 2 vikum síðan. ég hef hitt 2 hetjur um ævina, önnur er enn á lífi en hin er fallinn frá. atla hitti ég eitt augnablik í skíðaskálanum hjá ármenningum í fyrravetur. þvílík persóna. ég greið síðan bókina þegar ég sá hana á borðinu í kaffitár um daginn. bókinn hafði mikil og góð áhrif á mig. ég hef sjálfur verið að brölta með brjósklos og ekki fengið lausn eins og ég hafði vonað og það hefur oft leikið mig grátt þegar mér hefur liðið sem verst. upp koma allskonar hugmyndir um að eitthvað annað sé að , einmitt!
en svona er þetta bara. ég er ekkert meiri bjáni en gengur og gerist .
ég geri mér grein fyrir því að framvegis verð ég alltaf að hafa í huga að ég er búinn að fá heilablóðtappa 42 ára gamall. það mun ég taka alvarlega. svo gerum við bara grín að rest .
mér finnst ljót myndin af sigga þorsteins á blogginu hans. svo finnst mér líka skrýtið að eiga blogg vin . sæll eþþebbi (smá prívat).
lifið heil, lengi!
þórómar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.