! - Hausmynd

!

Færsluflokkur: Dægurmál

þriðjudagur 11.05.2010

stundum þá hugsa ég hraðar en ég skrifa (sem kemur á óvart) og þess vegna verða skrif mín svolítið ruglingsleg stundum Smile. en það er nú bara í góðu lagi.

ég gekk að heiman upp á grensás í dag. annar dagurinn í röð. frábært veður báða dagana. það tekur verulega á og ég er dauðuppgefinn. tek frí á morgun að beiðni möggu. hún er skynsamari en ég. það er á brattann að sækja í veraldlega lífinu. fleiri hurðir lokast en opnast. ég kynnti mér tryggingastofnun í dag og komst að napurlegri staðreynd. sennilega hefði verið betra fyrir mig að sækja bara um atvinnuleysisbætur frekar en að vera veikur. vona að svo sé ekki. ef ég er heppinn þá fæ ég einhverjar krónur um næstu mánaðarmót. ég óska engum að þurfa að leyta til tryggingastofnunar. undirmönnuð og flókin stofnun. þarf að halda í hverja krónu því næstum allir eru að svindla. hinir sem ekki eru að svindla vilja fá sýna aura STRAX og ekkert helvítis múður Smile. örugglega ógeðslega gaman að vinna hjá tryggingastofnun og vel borgað!

lifið heil, lengi!


sunnudagur 09.05.2010

það er fátt skemmtilegra en að lesa skítkast. þess vegna er svo skemmtilegt að vera til þessa dagana. maður hefur ekkiert fyrir því að finna grein sem ekki er skítkast af bestu gerð. hver greinin af annarri er bull, rugl og vitleysa. skrifuð af snillingum, hámenntuðum gúrúum og höfðingjasleikjum. full af ósannindum og rógburði. svar og andmælagreinar hinsvegar fullar af ..... he he he he he!

nú er maður meira að segja farinn að draga í land með að þetta hafi verið svo slæmt. þetta hafi nú allt verið gert í góðri trú :-) líkt og þeir sem fóru fremstir segja. kannski var það bara svo. allir trúboðarnir sem ég þekki og umgengst alla daga minna mig á að heimurinn er fullur af góðu og heiðarlegu fólki Woundering. ég leyfi mér að fyllyrða að hvergi finnst jafnmikið af illa gerðu fólki á jafnlittlum bletti og reykjavík er. við eigum hinsvegar ágætis bata von ef við gerum eitthvað í því. það hefst hjá hverjum og einum. taka til í eigin horni. það verður nóg að gera hjá mér á næstunni og því meiri tíma sem ég eyði í að bölvast yfir öðrum því lengur verð ég í eigin tiltekt. kannski er ég ekki að segja mikið og bara að bulla út í loftið, hvur veit en eitt veit ég og það er að aurum verður margur api. ef ég kynni að þá væri mynd af apa hérna........ honum myndi svipa til mín!

lifið heil, lengi!


laugardagur 08.05.2010

búið að vera skrýtin umræða um gæsluvarðhalds úrskurð yfir kb mönnum. ég las grein á pressuni sem birtir 95.grein úr meðferð laga um gæsluvarðhald. augljóslega er um túlkunar atriði að ræða svo ekki þarf að gera úrskurðinn tortryggilegan. 5. liðurinn sem ég setti inn hér að neðan er skýr hvað þetta varðar og því ekki til neins að vera að veðrast yfir þessu. látum þann sem túlkar þetta atriði og hneppir þá í varðhald lifa með því hver sem niðurstaðan verður. mín skoðun er sú að hvorugur þessara manna verði dæmdur sekur. mér er meira í mun að komast sem fyrst að því hvort þeir séú sekir eða ekki. lífið er ekki alltaf sanngjarnt því miður. en svo er búið að kæra úrskurðinn og má þá ekki vænta svars á mánudagin?

5.   Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði 1til 4 séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.

lifið heil, lengi!


föstudagur 07.05.2010

bara stutt yfirlit. hvort jóhanna bauð hærri eða lægri laun skiptir ekki máli. hvað halldóri ásgríms finnst skiptir ekki máli. hvort lýðurinn róist við það að bankamenn séu handteknir skiptir ekki máli. að axla ábyrgð er eitt en brjóta lög er annað. að fara yfir það sem á undan er gengið og ráða úr þeim hlutum til að reyna að fyrirbyggja að sagan endurtaki sig er göfugt. meginmarkmið mannsins er að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig :-). það að vera upptekinn af því hvernig maðurinn við hlið mér hefur það og hvað hann á kemur mér í vandræði. mér liði betur ef ég væri upptekinn af því hvað þessum manni vantar. það fer að birta til og vonandi höfum við það hugfast að seinna meir þá mun aftur draga fyrir sólu og þá þarf maður að eiga sinn varasjóð.

lifið heil, lengi!


miðvikudagur 28.04.2010

þetta var meiri dagurinn! komst ekki fram úr í morgun fyrr en 10:15. fullur af vonleysi og barlóm. svo fljótlega eftir að hafa skriðið og sturtað mig var ég komin í keng útaf bakverkjum. svimaði meira en venjulega svo þetta var frekar dapurt. pabbi kom og sótti mig og keyrði mig til hnykkjara og aftur heim. ég lagðist niður og sofnaði um leið og ég kom heim og vaknaði ekki fyrr en 2:15. þá var tölvupósthólfið nánast fullt og síminn búinn að hringja næstum því milljón sinnum :-). mig langaði mest af öllu að gefa skít og fara í labbitúr. best hefði verið að sleppa þessu fyrrnefnda en fara í labbitúrinn. gerði hvorugt en axlaði ábyrgð og fór til vinnu að reyna að bjarga andlitinu. en sem betur fer eru nú ekki mikil verðmæti í andlitinu mínu því að þegar ég gekk inn um dyrnar til að hlusta á thelmu spila á fiðluna kom í ljós að ég var seinn og búinn að missa af :-(. svona er lífið. súrt og sætt.

lifið heil, lengi!


þriðjudagur 27.04.2010

það er stutt síðan að ég kynnti mér hvernig ríkisstjórn davíðs oddssonar stóð að málum þegar íslensku bankarnir voru einkavæddir. ég googlaði einkavæðing, dreifð eignaraðild og kjölfestufjárfestir. mér finnst sárt að sú ákvörðun að taka u beygju í þeirri ákvörðun um hvernig staðið yrði að málum skuli vera undirstaða þess ástands sem nú ríkir. þetta voru fyrstu mistökin sem voru gerð á leiðinni til efnahagshrunsins.

ef dreifða eignaraðild leiðin hefði verið farinn þá má guð einn vita hvað gerst hefði. hugsanlega hefði ekki fengist viðeigandi verð. enginn áhugi á að eiga lítinn hlut fyrir mikla peninga í félagi við fullt af öðru fólki sem ekki hefur neitt vitt á rekstri banka. enginn völd og engin áhrif. endalaust bla bla....hugsanlega hefðu margir vel gefnir menn og konur lagt í púkk og rekið bankann af miklum myndarskap. ísland hefði verið fyrirmynd annarra ríkja í meðferð peninga. úrvalsdeild karla í knattspyrnu hefði áfram heitið pepsi deildin og stelpurnar hefðu fengið að fljóta með. hver veit. kannski hefði bjöggi orðið að hóa saman hóp gamallra vina ásamt nýjum félögum til að mynda meirihluta og síðan hefði orðið eilíft stríð um yfirráð og völd sem engu hefði skilað nema leiðindum og erfiðleikum í rekstri sem ekki hefði skilað sér til viðskiptavina bankans.

en allar spekulasjónir um þetta skila engu. niðurstaðan er raunveruleg, núverandi ástand er staðreynd og raunveruleikinn sem við lifum í. hér er tilvitnun tekin úr grein valgerðar sverrisdóttur um af hverju kjölfestufjárfestingaleiðin var valin.

"Alþjóðleg þróun
Í upphafi er nauðsynlegt að skoða þróun á alþjóðlegum bankamarkaði. Mikil bylgja samruna hefur gengið yfir fjármálamarkaði Vesturlanda á undanförnum árum. Aukin samkeppni, alþjóðavæðing, lægri vaxtamunur og aukið framboð af nýrri þjónustu hefur verið einkennandi fyrir markaðinn. Ein helsta ástæða þessara breytinga eru nýjar dreifileiðir í gegnum Netið. Enga þjónustu verður eins auðvelt að bjóða fram með rafrænum hætti og fjármálaþjónustu.

Bankar búa sig undir hina rafrænu byltingu og landamæralausa fjármálaþjónustu með samrunum milli landa og með því að verja gríðarlegu fé í ný upplýsingakerfi. Á Norðurlöndum hafa bankar verið að sameinast eða fjárfesta hver í öðrum til að búa sig undir hina rafrænu samkeppni á innri markaði Evrópusambandsins við stærri banka á meginlandi Evrópu og í Bretlandi.

Talið er að samrunabylgjan á Norðurlöndum muni leiða til þess að 3-4 bankasamsteypur komist í lykilstöðu á norrænum fjármálamarkaði og verði vel í stakk búnar að takast á við alþjóðlega samkeppni. Þessar samsteypur munu reka alhliða bankaþjónustu í nokkrum löndum og líta á Norðurlöndin sem sitt heimasvæði.

það hvarflar ekki að mér að klína þessu á valgerði. ég er hlyntur mörgum skoðunum sem sjáflstæðisflokkurinn stendur fyrir og hvernig þær hafa verið framkvæmdar en ekki öllum. og þessi tiltekna ákvörðun er í mínum huga kolröng. til þess að það geti opnast rúm fyrir breytingar á núverandi ástandi þurfa þeir sem stjórna sjálfstæðisflokknum að horfast í augu við þessa staðreynd. hér er önnur tilvitnun úr sömu grein.

"Aðrir aðilar en þeir sem þekkingu og reynslu hafa af fjármálamörkuðum, hvort sem þeir eru innlendir eða erlendir, geta ekki veitt kjölfestu með þeim hætti sem hér er lýst."

 þetta verður nú varla skýrar. sá sem fær að kaupa bankann verður að hafa reynslu og þekkingu. svo hvað varð þá um þennan þátt? engu ljósi verður varpað á hvort davíð og halldór hafi ákveðið að láta undan þrýstingi frá sínum flokkum eða ekki. það mun aldrei skýrast. hvorugur aðili mun aldrei upplýsa okkur um það. svo við getum bara spekúlerað en ef við ætlum okkur hinsvegar að fá niðurstöðu í málið þá verðum við að gefa okkur eitthvað og byggja það á þeim upplýsingum sem við höfum og vinna svo út frá því.

ef við gefum okkur að sú ákvörðun um að selja bankann til kjölfestufjárfestirs hafi verið byggð á þeirri útskýringu sem vitnað er í hér að ofan. að elta þróun sem á sér stað annarsstaðar í heiminum að þá hefur augljóslega þurft að gera lítið úr seinni tilvitnunni því að íslendingar áttu að því mér virðist ekki marga sem höfðu þessa reynslu. en fyrst hin leiðinn var farinn af hverju biðu þá ekki erlendir aðilar sem höfðu þessa reynslu í röðum í eftir því að fá að kaupa bankana? af hverju voru ekki fleiri hópar íslendinga sem sóttu um að kaupa bankana? önnur spurning sem erfitt er að svara. en gott og vel. búið er að selja bankana og raunveruleikinn staðreynd.

í mínum huga stendur það upp úr þegar davíð gekk niður í austurstræti og tók út sparifé sitt til að votta vanþóknun sína á launamálum stjórnenda bankans. þetta var klárlega ekki áhrifarík leið til þess að láta vanþókknun sína í ljós en í mínum huga ein sú magnaðasta "p.r." leið sem ég hef orðið vitni af. gott og vel. var ekki pláss fyrir aðgerðir í kjölfarið, staldra við, skoða umhverfið og rýna til gagns til að sporna við þeirri þróun sem þá var hafin. þetta misfórst því miður og það sem gerðist í framhaldinu varð til þess að raunveruleikinn er sem raun ber vitni í dag. við verðum að sætta okkur við að okkar maður ber ábyrgð hvort sem hann vill gangast við því eða ekki. við verðum að halda áfram og til þess verðum við að gera upp fortíðina. afleiðingar þess að gera upp fortíðina er sú að okkur líður öllum betur. verðum sátt. davíð oddsson er ekki robócop. hann er bara kall eins og ég. gerir mistök, verður reiður, lætur út úr sér hluti sem hann sér eftir og guð má vita hvað. að segja það opinberlega er ekki glæpur og verður aldrei.

ég mun að sjálfsögðu halda áfram með davíð!

lifið heil, lengi!

 


þriðjudagur 13.04.2010

nýr dagur og nýjir hlutir hjá mér. endurhæfing gengur vel en hægt. setti mér fyrir að byrja að skrifa hér á blog síðuna um dag og veg. góð æfing fyrir sálina og sjálfstraustið.

stóra myndin virðist vera vinsæl í töluðu orði manna á milli. menn og konur leggja áherslu á að sjá stóru myndina til ná utan um hin ýmsu mál. mér sýnist hinsvegar að þetta séu orðin innantóm. manneskja hefur ekki nægilega vel starfandi heila til þess að raða atburðarrás saman í huganum og skoða hana fram og til baka eins og bók. jafnvel þó að hún hafi bókina við hendina þar sem atburðarrásinni hefur verið raðað saman þá tekst manneskjunni að slíta hlutina úr samhengi og leggja áherslu á einstaka hluti úr atburðarrásinni eins og henni finnst best að horfa á hana. mín reynsla segir mér að best sé að leyta að upphafspunkti og hefja sig til flugs þaðan. til að átta sig á því hvert ég er að fara með þessu þá tek ég "skýrsluna" sem dæmi. ég ákvað ekki að fylgjast með sjónvarpsútsendingunni á mánudag heldur fór á mína æfingu og borðaði. las síðan mbl.is seinni part dags og hlustaði síðan að frétta tíma í sjónvarpi yfir matseld og lærdómi stráks míns. heill hafsjór af upplýsingum sem ég gat engan veginn takið allan inn og sett í samhengi. ég gerði hinsvegar tilraun til þess í dag að skoða hvort hægt væri að finna upphafspunkt á þessu öllu saman þar sem maður gæti byrjað. ég sé fyrir mér að þetta byrji allt saman á ákvörðun ríkisstjórnar og einkavæðinganefndar að við einkavæðingu ríkisbanka skuli fá kjölfestufjárfesti frekar en að skilyrða dreifða eignaraðild. þarna fer meirihluti á alþingi fram og setur lög. um leið voru sett lög um rekstur banka og í framhaldi af því settu eftirlitsstofnanir reglugerðir. þeir sem lögðu fram frumvarpið og þeir sem samþykktu bera ábyrgð á því. meðreiðar sveinar í því eru einkavæðinganefndin. næst kemur svokallað framvæmdavald sem kemur frumvarpinu í gagnið. þeir sem fóru með framkvæmdavaldið á þessum tíma eru ábyrgir fyrir því. svona væri hægt að leiðina til þess að breyta hlutum sem að öðrum kost breytast seint ef hreinlega aldrei. ég hef aldrei séð leiðarvísir um hvað opinber starfsmaður eigi að gera til að axla ábyrgð. eru til lög eða reglugerðir um það, skilgreining? er svo er þá ætti að vera auðsótt mál að kalla á framkvæmd. ef hún er ekki til þá verðum við að hætta að nota þetta mál eins og það sé stórkostlegasta krafa sem samfélagið gerir á opinbera starfsmenn. við afglöp í starfi eru menn reknir. ef menn fremja afglöp í starfi og segja af sér eru þeir þá ekki dregnir til ábyrgðar? þarna stoppa ég og kemst ekki lengra.

lifið heil, lengi!


laugardagur 10.04.2010

það var fyrir 12 árum síðan að ég ákvað að hætta að drekka. það er mikill merkisdagur í mínu lífi. ég hefði ekki komist svona langt ef það hefði ekki gerst. mér tókst að þroskast örlítið á þessum tíma og öðlast trú og traust. í þeim hremmingum sem ég geng í gegnum þessa dagana stæði ég ekki og færi ekki í gegnum með aðstöð áfengis Smile

það er búið að vera brösótt gengið á grensás undanfarið. sem betur fer þá gerast góðir hlutir hægt og mér er það fyrir bestu. það gefur manni von um að þetta komi að lokum. ég hef ekki farið eftir því sem mér var ráðlagt nægilega vel og þess vegna er líðanin eins og raunin er. vikan var viðburðarrík og ég átta mig betur á raunveruleikanum!

lifið heil, lengi!


sunnudagur 28.03.2010

góður dagur í dag Smile loksins. þetta er búið að vera frekar súr vika. mikill svimi og skítalíðan. það sem bjargar þessu er fólkið á grensás (og að sjálfsögðu fólkið mitt). engar venjulegar hetjur þar á ferð. við ætluðum að fá fólk í mat í gærkvöldi en þau komust ekki vegna veikinda. hún er að berjast við krabbamein og það gerir manns eigin veikindi að nánast engu í samanburði. gerir í raun allt annað eitthvað svo gjörsamlega tilgangslaust. en ég er viss um að það horfi öðruvísi við þeim og þeirra skyldmennum. barátta upp á líf og dauða á hverjum degi. ég held bara ótrauður áfram í þeirri von að þetta verði komið í lag einn góðan veðurdag hjá mér.

lifið heil, lengi!


sunnudagur 21.03.2010

ný vika að byrjuð. síðastliðin vika var ágæt en endaði frekar súr fyrir mig og mína líðan. alltaf jafn erfitt að fá endalausar ráðleggingar þegar manni líður ekki vel. það virðast allir sem ég þekki hafa fengið blóðtappa. vita allt um þetta. ég þarf að vera jákvæður og bjartsýnn til að takast á við verkefnið og sjálfan mig. ekki láta vel meintar ráðleggingar fara fyrir brjóstið á mér Smile

lifið heil, lengi!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband