! - Hausmynd

!

Væluskjóður

ég hef aldrei talið mig vera væluskjóðu þó ég sé óþarflega mikið tapsár :-). ég hef aldrei skilið hvernig hægt er að kenna einhverju öðru um en manni sjálfum þegar maður tapar. ég skil hinsvegar þegar menn eru að atast út í dómara og aðra hluti í hita leiksins. kannski vegna þess að ég er einn af þeim :-). en þegar leik er lokið þá er honum lokið. og sá sem sigrar er sigurvegari. punktur. 1-0, 10-1 eða hvernig sem leikar fara þá er bara einn sigurvegari. í nýafstöðnum kosningum fékk sjálfstæðisflokkurinn flest greidd atkvæði. þar af leiðandi er hann sigurvegari kosninganna. punktur og basta. það er hinsvegar hægt að birta statistík yfir alla skapaða hluti en það getur bara verið einn sigurvegari. vildi óska þess að viti borið fólk og aðrir góðir menn hættu þessu bullu í fjölmiðlum. væluskjóður eru leiðinaskjóður og það finnst engum gaman af svoleiðis fólki. við eigum ekki að hleypa svoleiðis fólki að á opinberum vettfangi. út af með dómarann og inná með albert :-)

X-D

Eins og best verður á kosið?

Golden boy

klukkan er að verða 1 eftir miðnætti og ég er ekki sofnaður. heyrir orðið til undantekninga að ég vaki svo lengi. þáttur um bardagann á milli mayweather og de la hoya var að klárast og útsendingin að byrja frá vegas. ómögulegt að setja sig í spor þessa manna en gaman að fylgjast með og sjá hvað þetta eru miklir íþróttamenn. SJÁLFSTRAUST sem er á stærð við sólina. það er ekkert í heiminum sem fær þá til að trúa neinu öðru. en það er kannski vegna þess að þeir lifa báðir eftir sömu spekinni. "it's not whoos side god is on. it´s who's on gods side" :-). abe lincoln á þessi orð að ég held.

Miss elly :-)

Bullukollar og rugludallar hafa á seinni árum fengið æ fleiri staði til að koma hugsunum og skoðunum á framfæri. útgáfa á bréfsefni er tiltölulega auðveld í dag. æ fleiri sjónvarpsstöðvar spretta upp og netið er orðið nánast fyrir alla að nota sem vettlingi geta valdið. þessir staðir eru að sjálfsögðu líka fyrir okkur mannvitsbrekkurnar en við virðumst bara ekki sýna því jafnmikinn áhuga og "bullukollarnir". en svo þegar vel er skoðað og í ljós kemur að við "mannvitsbrekkurnar" erum jú fólkið sem les allt þetta "bull og rugl" þá rísum við upp og öskrum út í loftið "ekki ég". hvað er vinsælasta blogg síða landsins?

Fótsveppir

eru sennilega miklu merkilegri en margt annað. rannsóknir sýna og sanna svo sannarlega að þar er á ferðinni eitthvað sem við ættum að láta okkur varða. heilbrigðisvandamál sem er að tröllríða heimsbyggðinni án þess að nokkur sála sé að fjalla um málið af heilindum og sannleika sagt þá blöskrar mér að þetta skuli ekki vera kosningamál. nei það telst frekar til að maður þekkir mann sem þekkir annann mann sem veit ekkert um fyrsta manninn. ég verð síðan að þræta fyrir það þó ég þekki manninn ekki neitt og þaðan af síður að viðurkenna að ég þekki menn yfir höfuð þegar ég er spurður álits á förnum vegi. ég bara læt ekki hanka mig, aftur. ég var hankaður í 7 ára bekk. það verður sennilega kosið um það þegar ég verð í framboði sem ég og verð bráðum. það verður svokallað offramboð. ekki "off" heldur "of". ég er nefnilega svo málefnalegur. ólíkt öðrum framboðum sem hafa verið í gangi. en svo vona ég bara að seðlabankinn bjóði ekki fram því að þá verð ég að kjósa banka inn á þing. annars bara vona ég...

Skoðanakannanir

eru skemmtilegar. mér hefur fundist þær gefa raunsæa mynd í gegnum tíðina og oftast endurspeglað niðurstöðu mála sem kosið hefur verið um. ég hef hinsvegar engar tölulegar staðreyndir fyrir mér í þessu, mér bara finnst það :-) en nú spyr ég hvort ekki sé hægt að fara fram á það við menn að sýna samstöðu um það að hægja ferðina í hversu ört þær eru gerðar í aðdraganda kosninga? það er lítið gaman að velta niðurstöðum þeirra fyrir sér þegar það líður varla sá klukkutími að ný er kominn út. mér leiðast reglugerðir en stundum er eins og ekkert annað dugi til. framsóknarmenn fá að sjálfsögðu undanþágu því þeim gengur alltaf svo illa í könnunum. eða eigum við kannski bara að útiloka þá frá þessum könnunum til að lina þeirra þjáningu :-).

Með kúkinn

í buxonum allann liðlangann daginn yfir öllum sköpuðum hlutum í þessum forarpitt sem þjóðfélagið nú til dags er orðið. sómamaður tekinn á röltinu vopnaður skambyssu til verjast glæpamönnum sem hugsanlega gætu viljað honum eitthvað illt. aumingjans maður var húðskammaður :-). það líður ekki á löngu þar til maður verður farinn að ganga um með haglabyssuna sína eins og gsm síma því ekki nota ég hana til að veiða lengur. það er bannað. og ég yrði svo sannarlega í skítamálum ef ég yrði gripinn við ólöglegar veiðar. þá væri kúkurin í buxonum bara aukaatriði.

Skítmórall

var vinsæl hjómsveit. það var skítamórall innan veggja frjálslynda flokksins sem bjó til flokk ómars og margrétar. mér finnst skítamórall af hálfu stjórnmálamann sem eru í stjórnarandstöðu að biðja til ómars um að hætta við sitt framboð því það skemmi þeirra áform um að koma núverandi stjórn frá. alltaf sama helvítis vælið. væri nú ekki frekar mál að hysja upp um sig buxurnar og leggja eitthvað til málanna. ekki bara sitja og skæla. ekki geri ég ráð fyrir að mitt atkvæði falli ómari í skaut. mér finnst hann jafn skemmtiegur og áður. hann er enginn skítamórall.

Standpína

hefur lengi verið talið ósiðlegt orð og ekki mikið notað í opinberi umræðu. helgi björns notaði hinsvegar þetta orð í dægurlaga texta með góðum árangri. lagið var vinsælt. nú hitt málið er svo hvort þessi maður sé bara ekki sjálfum sér til skammar "Harry prins er landi og þjóð %u201Etil skammar%u201C". alla vega lít ég hvorki meira né minna upp til bresku þjóðarinnar vegna hegðun mannsins. mér er í raun skítsama hvort honum rísi hold eða hvort hann gangi með bleygju (ég verð hinsvegar að viðurkenna að ég las ekki greinina) ég er á leiðinni í bíó á eftir með fjölskyldunni til að sjá herra bín :-). mæli með því að jón magnússon og ögmundur jónsason fari í bíó og sjái þessa mynd líka. ég blæði ef þeir bera við peningaleysi.

Fífl og fávitar

þetta lið allt saman. nema þegar ÉG þarf á þeim að halda :-). versti óvinur mannsins er hans eigin sjálfselska. ÉG. ÉG vil ekki þetta og ÉG vil ekki hitt. ÉG vil hafa þetta svona eða "hinsegin". ég lýsti yfir stríði á hendur ÉG fyrir þó nokkuð mörgum árum og hef unnið eina og eina orrustu en þær eru fáar miðað við þær sem ég hef tapað :-). ég mun halda áfram baráttu minni við þennan skæða fjandmann. ég vil samt ekki drepa kvikindið er það?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband